Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 51
49
um, þvi að þótt útrýmingin gengi erfitt í fyrstu, þá
vorum við Lambrecht og kláðalæknarnir yfirleitt búnir
að fá svo mikla reynslu, að útrýmingiu hefði gengið
mjög greiðlega síðasta árið. Ef amstráðið hefði veitt
nægilegt fje til útrýmingarinnar, þá hefðu sparazt
margir tugir þúsunfia króna fyrir amtsbúa.
Eptir 1866 gekk útrýming fjárkláðans mjög seint.
Jeg segi þetta ekki amtsdýralæknunum til ámælis, þvi
að þeir höfðu fyrst og fremst eigi verkloga reynslu, en
þegar hún var fongin, þá sóttu þeir vanalega eitthvað
í burtu. Enn fremur gátu þeir eigi haft umsjón með
böðunum, en það hefur ávallt sýnt sig, að fjároigendur
hafa ekki nógu mikla vandvirkni og nákvæmni við
böðun, til þess að hún sje áreiðanleg.
Eptir 1866 líða svo 10 ár, að lítið varð ágengt
til útrýmingar fjárkláðanum. Þá (1876) varð Harald
Konoiv, dýralæknir, ríkisbúfræðingur, en nýr amtsdýra-
læknir var skipaður í syðra Bergenhúsamti. Haustið
1876 átti jeg að taka að mjer að standa fyrir ráðstöf-
unum gegn sýkinni í amtinu, og vann jeg með hinum
nýja dýralækni, til þess að leiðbeina honum í kláða-
lækningaaðferðinni. En þá fjekk jeg tilboð frá Staf-
angursamti um, að taka að mjer að standa fyrir út-
rýming fjárldáðans þar, og skal jeg nú fara uokkrum
orðum um, hvernig þar var ástatt.
Menn höfðu um langan tíma barizt gegn fjárkláð-
anum undir forustu amtsdýralæknanna. Tjónið, sem
fjárkláðinn gjörði þar, var engu minna, en i syðra
Bergenhúsamti, og varð amtsdýralæknunum ekkert á-
gengt með útrýming fjárkláðans.
Fyrir því var það, að haustið 1876 var skipaður
niðurskurður á sauðfje í þeim hjeruðnm, þar sem fjár-
kláðinn var. Kláðanefndir voru valdar, og þar sem
4