Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 66
64
kimlina klæjar, og þar eru engar hrúðurskorpur, þá
geta menn verið nokkurn veginn vissir um, að kindina
klæjar af vöidum fellilúsarinnar, en ekki kláðamaura.
Bnn fremur eru stöku sinnum útbrot á sauðfje
hjer í Norvegi, sem mjög líkjast fjárkláða. Þeir, sem ekki
hafa nægilega þekkingu, villast opt á þeim og halda,
að þau sjeu kláði. En aðalcinkenni þoirra er, að sauð-
kindin kveinkar sjer, þegar komið er við hrúðrin, í
stað þess að hún lætur í ljósi ánægju, þegar um kláða-
hrúður er að ræða, en að öðru leyti þarf nokkra þekk-
ingu til þess, að þekkja þessa sjúkdóma hvorn frá
öðrum, og er ekki til neins að heimta slíka þekkingu
hjá almenningi. Jeg sleppi því að tala frekar um þenn-
an hörundskvilla.
Jeg sný mjer að því, að ræða um lækning fjái’-
kláðans. Fjárkláðinn verður læknaður með mörgum
lyfjum, en af þeim öllum hefur tóbaksseyði reynzt á-
reiðanlegast. Það er einnig hættuminnst fyrir hcilsu
sauðkindarinnar; þegar eigi þarf að greiða af því tol),
þá er það ódýrasta baðlyfið.
Tóbaksseyðið er búið til, svo sein nú skal greina.
500 grömm (1 pund) af sterku ósósuðu ameríkönsku
tóbaki er soðið í rúmum 10 pottum vatns. Bezt er að
hafa hlemm yfir pottinum, sem soðið er í. Þegar búið
er að sjóða l'/2—2 klukkustundir, þá á að bæta svo
rniklu við af vatni, að baðlögurinn verði rjettir 10
pottar
Þetta tóbaksseyði nægir til þess að baða með 4—5
sauðkindur, eptir þvi hversu þær eru stórar og ullar-
miklar, en þess skal getið, að hjcr í Norvegi hefur sauð-
fje verið klippt fyrir baðið, til þess að spara baðlyfið.
Þetta, sem nú er sagt, sýnir aðferðina, og hversu
rnikið þarf af tóbaki á móti vatni. En þegar á að baða