Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 70
68
ing í hverju máli er mikilsverð. Skaðinn, sem fjár-
kláðinn hefur gjört jiessu landi, er ótrúlega mikill. Síð-
an 1856 mun hann varla hafa verið minni, en 2 mili-
ónir króna. Menn spara eyrinn til þekkingarinnar,
meðan vanþekkingin eyðir þúsund aurum.
Enn fremur sýna þær, að ýmsar kenningar um
kláðasýkina eru staðlausar. Þannig bera þær vott um,
að fjárhús geyma ekki sóttnæmi lengur en 6—14 daga,
og að óþarfi er að sótthreinsa fjárhús, sem engin kind
hefur komið í um jafnlangan tíma. Enn fremur sýna
þær, að haga þarf ekki að óttast um lengri tíma en
fjárhúsin. Þá sýna þær og, að eitt bað er nægilegt við
grunað fje, en að tvær baðanir þurfa við sauðfje með
kláða, og að þær eru nægilegar, ef þær oru rækilega
framkvæmdar; svo bera upplýsingarnar einnig vott um,
að það er þarflaust að einangra fjeð nema í 14 daga.
Þá sýna þær og, að almennar fjárbaðanir eru óþarfar,
þar sem fjárkláði er ekki almennur, og loks að það er
auðgefið, að út rýma fjárkláðanum að vetrinum, ef rjett-
um reglum er fylgt.
Þar sem nyrzti hluti Raumdalsamts í Norvegi ligg-
ur eins uorðarlega og syðsti bluti Islands, þá er auð-
sætt, að vjer getum alveg farið eptir reglum Norðmanna
og aðferð þeirra, ef einhvern t-íma kemur sá tími, að
vjer viljum verða lausir við fjárkláðann. Samkvæmt skýrsl-
um veðurfræðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn er kald-
ara í desember, janúar og febrúar bæði í miklum hluta
Raumsdalsamts og í Kristjánsamti heldur en á Suður-
landi.
Að öðru leyti vil jeg taka það fram, að útrýming
fjárkláðans í Norvegi hefur sjerstaklega heppnazt vel,
1. af því að maður stóð fyrir henni, sem bæði hafði
mikla reynslu og var mjög samvizkusamur.