Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 73
71
í Þingvallasveitinni austan Almannagjáar er skóg-
viður hafður til eldsneytis mestmegnis, og eitthvað af
sauðataði með; mótak hefur ekki fundizt á þeim parti,
og litur eigi út fyrir, að það muni finnast þar. Á bæjum
fyrir vestan gjána hefur fundizt mór, þótt ekki sje hann
góður.
Nauðsynlegt er að takmarka skógarhögg í Þing-
vallasveitinni; mætti gjöra það með því, að banna að
farga nokkru burtu af skógi, en ekki mun duga að
banna ábúendum þeirra jarða, sem ekkert mótak hafa,
að höggva til eldsneytis það, sem þeir nauðsynlega
þarfnast handa sjálfum sjer; en svo þyrfti að hafa ná-
kvæmt eptirlit með, að höggvið verði sem haganlegast.
Væri þessa vel gætt, er vonandi, að Þingvallaskógar
tækju miklum frainförum, því að víðátta þeirra er
mikil og sumstaðar talsverður vöxtur, og nýgræðingar
eru þar bæði af fræi og rótarönguin.
í Grafningi er skógarkjarr á sjö jörðura, einna
mest á Nesjum og Nesjavöllum. Á Nesjavöllum virðist
það vera fallegast og framfaramest. Þar hcfur ekki
verið höggvið á siðari tíð, nema til heimilisþarfa. Á
þremur af þessum jörðum hefur ekki fundizt mótak,
og finnist það ekki, þá er ekki gjörlcgt, að banna al-
veg að höggva þar við til eldsneytis; aðíiutningar allir eru
þar líka erfiðir. Þótt kjarrið sje lítið á þessumbæjum,
þá mundi það þó endast. nokkuð lengi með góðri
meðferð.
1 Grímsneshreppi er víðátta skóganna oinna mest.
Laugardalurinn er blómlegasta sveitin, að minnstakosti
að því, er skógana snertir. í sjálfu Grímsnesinu eru
þeir farnir að verða fromur litlir og óverulegir. Þar
eru þeir mestir í Öndverðarneslandi, einkum með fram
Soginu sunnan frá tanganum, þar sem það fellur í