Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 76
74
leysu, Felli og Fellskoti; það er samanhangandi svæði
skógi vaxið á likri stærð og Haukadalsskógar.
í Austur-Tungum er lítið um skóga, að eins er á
þremur jörðum nokkurt kjarr. Mest er það á Drumb-
oddsstöðum, þá í Einholti og í Brattholti, að eins á
nokkrum stöðum í Hvítárgljúfri. Skógurinn í Hvítár-
gljúfri er í gilinu neðan undir hömrunum, í brekkum,
sem ná niður undir ána. Fallegust eru trjen í hvammi
einum, sem Pjakksi er nefndur, uppi undir Gulifossi.
Illt er að komast ofan í hvamminn, en þegar niðnr
kemur. er staðurinn mjög fagur og fjölskrúðugur.
Hvammurinn er um dagslátta að stærð og allur skógi
vaxinn; hríslurnar eru þjettar og beinar, um 10 fet á
hæð, en grannvaxnar eru þær vegna þess, hve þær
standa þjett.
Hrunamannahreppur. Aðalskógurinn í þessum
hreppi er á Tungufelli og Jaðri; mestur er hann í dal
austan við bæinn Tungufell. Liggur sá dalur frá suðri
til norðurs og er skógi vaxinn upp í miðjar hlíðar
báðu megin. Hæð hríslnanna er 4—6 fet, fáar þar yfir.
Mætti að skaðlausu höggva þar dálítið til heimilisins,
ef það væri skynsamlega gjört. Eptir sögn eldri manna
hefur sk gurinn gengið mikið úr sjer þar síðari part
aldarinnar. — Neðar i hreppnum er lítill skógur í
Haukholtslandareign. Bænum heyrir einnig til hólmi
í Hvítá við Brúarhlöð, sem nefndur cr Haukholtshólmi.
Haun er skógi vaxinn að miklum hluta. Trjen eru
þar um 10 fet á hæð hin hæstu. Gaman væri að
reyna með trjárækt í hólmanum ; hann er sjálfvarinn
fyrir búpeningi, jarðvegur góður og vcðursæld. Hann
mun vera lítið yíir dagsláttu að stærð.
í Gnúpverjahreppi er skógur að eins á tveimur
bæjum, og liggja skóglöudin sarnan. Bæirnir eru Skriðu-