Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 77
75
fell og Ásólfsstaðir. Á Skriðufelli er aðalskógurinn inn
af bænum, í brekkum móti austri og suðaustri. Landið
er mishæðótt, einkum inn undir Dímon. Stóri-Núpur
á þar ítak, en ekki kvað það bafa verið notað síðustu
árin, og nú er skógur þar i framför. Yestur afDímon
er skógurinn einna fallegastur í Selhöfðum. Þar er
opt snjóþungt, svo mikið af skóginum liggur undir
fönn. Niðri við Þjórsá í Vatnsási er skógurinn einna
hæstur; þar eru hríslurnar um 10—12 fet á hæð.
Skriðufellsskógur er einn með fallegustu skógum á
Suðurlandi, og víðáttan er mikil enn. Sumstaðar hefur
hann verið allt of mikið höggvinn, og sama er að segja
um Ásólfsstaðaskóginn ; á síðustu árum mun þó hafa
verið höggvið með rneiri hlífð en áður.
Árnessýsluskógarnir eru nær eingöngu birkiskógar,
eins og annarstaðar hjer á landi. Þar er litið af víði,
og þar sem hann er, er hann lágvaxinn. Iteyniviðar-
hríslur eru á nokkrum stöðum; alls er mjer kunnugt
um 16 í sýslunni. Á Bíldsfelli í Grafningi er stærsta
og fallegasta hríslan; hún er 19 fet á hæð. Hún stend-
ur í brekku austan í svo nefndri Sauðhúsahæð. Upp
af rótinni koma 8 stofnar; ummál tvcggja hinna gild-
ustu, hvors um sig, er 24 þuml. niðri við rótina. 1.
júlí var hún alsett blómknöppum óútsprungnum. í
fyrra-sumar hofur hún ekki náð nægilegum þroslca.
Endaknapparnir á greinunum voru visuir. Skammt frá
henni, í sömu brekkunni. eru 5 aðrar ungar reyniviðar-
plöntur, sem munu hafa vaxið upp af fræi frá þessari
hríslu. í Efstadal er ein 18 fcta há; hún vex í klungri
uppi í Bæjargilinu. í Öndverðarnesi tvær, önnur 18
fet, hin 17 fet. Á Laugarvatni cru þrjár; hin hæsta
af þeim er 13 fet. Á Hciðabæ í Þingvallasveitinni eru
þrjár, og í Helludal ein; þær eru minui en hinar.