Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 78
76
Til þess að tryggja sjer góða meðferð á skógunum,
þarf sýslufjelagið að hafa eptirlit með því, og mundi
hentugt að hafa sama fyrirkomulag á því og Bang-
vellingar hafa. Sýslunefndin nefnir til 1 eða 2 menn
í hverjum hreppi til að vera skógarverði. Skógarverð-
irnir eiga að hafa umsjón með því, hvornig farið er
með skógana, og þyrftu þeir helzt að hafa svo mikið
vald, að enginn mætti höggva skóg nema með þeirra
leyíi og eptir þeirra fyrirsögn.
Mjer sýnist ekki gjörlegt að svo komnu, að banna
alveg skógarhögg á þeim jörðum, þar sem skógur er
nokkuð mikill og ekkert mótak er, enda getur skyn-
samlegt högg bætt skóginn; en búnaðarfjelögin ættu að
hlutast til um, að leitað yrði rækilega að mó á öllum
þeim jörðum, þar sem hann ekki hefur fundizt áður.
Nú orðið tálmar sauðfjárbeitin mest framförum
skóganua, en þó er ógjörningur að hugsa til að banna
vetrarbeit, þar sem ekkert beitiland er annað en skóg-
lendi, og það er víðast í upphluta Árnessýslu. Þar sem
skógar eru miklir og ekki mjög nærri bæjum eða
fjenaðarhúsum, þar er hægt að hlifa fjarliggjandi svæð-
um af þeim fyrir vetrarbeit og líka sjálfsagt að
gjöra það.
II. Hallorms8taðarskógur.
Þessi stórvaxnasti skógur landsins liggur með fram
Lagarfljóti i fjallshlíð móti vestri og norðvestri. í fjall-
inu upp undan bænum Hallormsstað er orðið skóglaust,
en á báðar hliðar, bæði til norðurs og suðurs, er mik-
ill sk'gur. Fyrir sunnan bæinn er hjer um bil þriðj-
ungur alls skógarins, og nær hann suður að Ljósá, en
er lítill innst milli Jökullækjar og Ljósár. Skógurinn
nær alveg niður á fljótsbakka, og þaðan samanhangandi