Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 87
85
ingjann Benidild Blöndal í Hvammi, sómabóndann Jó-
sep á Hiallalandi og fleiri. Magnús á Flögu keypti þá
jörð fyrir 5 árum, og flutti þangað ásamt föður sínum,
sem þar býr. Síðan þeir feðgar tóku jörðina, hafa þeir
bætt hana rnjög, einkum túnið, sem þeir hafa sljettað
og aukið. Björn Sigfússon býr mjög fallegu búi, enda
er hann búhöldur góður og áhugasamur um allar bún-
aðarframfarir. Benidikt Blöndal hefur búið í Hvammi
í 50 ár, og bætt þá jörð mikið, enda er hún talin ein
með hinum beztu í Yatnsdal. Túnið er um 28 dagslátt-
ur og í beztu rækt; fjengust af því síðastliðið sumar
um 400 hestar af töðu. Öll peningshús eru þar í eink-
ar-góðu standi, rúmgóð í bezta lagi og rammlega gjör.
Sama er að segja um heyhlöður og önnur hús. Jósep
á Hjallalandi hefur einnig bætt jörð sína mikið, sljett-
að túnið, aukið það nm J/3 og girt það með tvíhlöðnum
grjótgarði. Þá hefur prófasturinn á Undirfelli ekki
verið aðgjörðalaus í þessi 25 ár, sem hann hefur þar
búið. Hann hefur látið sljetta í túni 10 dagsláttur, og
er sumt af því útgræðsla á óræktaðri jörð (mýri), og
girt það allt. Auk þess hefur hann byrjað þar á
vatnsveitingum, reist heyhlöður o. s. frv.
Vatnsdalur er, og hefur jafnan verið talinn góð
sveit; engjar eru þar víða ágætar, einkum um mið- og
útdalinn. Vatnsdalsá rennur cptir dalnum, og liggja
engjar Vatnsdælinga með fram henni beggja vegna;
flæðir áin yflr þær vetur og vor, frjógvar þær og vökv-
ar, og heldur það við hinum góða grasvexti, er sjald-
an bregzt. Því lengur sem flóðin liggja á enginu, því
moiri líkur eru fyrir því, að vel spretti. Það ber stund-
um við, að flóðin fjara skyndilega og fyr en æskilegt
er, einkum að vorinu í þurrkum og kuldum. Hnekkir
það opt grasvextinum meira eða minna, sem eðlilegt