Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 93
91
eru engjalönd stór og fremur grasgefln, en votlend í
meira lagi. Þetta engjaflæmi nær alla leið frá Hnaus-
um, eptir breiðum dal, og út að Húnavatni. Það heyrir
12—14 jörðum til í Þingi og á Ásum. Yfir þetta land
flæðir bæði Vatnsdalsá, sem rennur út Þingið, og Húna-
vatn í vor- og vetrarflóðum, og frjóvgar það. Að öðru
leyti er það að mestu látið sjálfrátt, og lítið gjört til
þess að bæta það frekara en náttúran sjálf gjörir, ó-
beðin og óáreitt. Óefað mætti þó gjöra hjer ýmsar um-
bætur, er kæmu að notum, bæði með því að hagnýta vatn-
ið betur en gjört er ineð því að gjöra skurði, þar sem
þeirra er mest þörf. Að utanverðu á þessu svæði er
Giljá veitt yfir, og bætir það mikið, en sjálfsagt mætti
auka þá áveitu til muna. En það, sem þessu næst
kemur til greina, og hlyti að bæta mikið, er vatnsveit-
ing úr Vatnsdalsá yfir Þingið. Mjer datt fyrst í hug,
að ána mætti taka upp fyrir innan túnið á Hnausum,
þar í viki einu, er skerst inn í norðurbakkann. En
hallinn er sáralítill, og mun því erfitt viðfangs að taka
ána þar upp. Síðar var mjer bent á, hvort eigi mundi
auðið að taka ána upp við Skriðuvað, og loizt mjer svo
á, að það mætti takast. Þá væri tilætlunin sú, að
leiða vatnið eptir skurði út hólmann, sem áður hef-
ur verið nefndur, og svo í trjerennu yfir austurkvísl
árinnar; gjöra síðan aðfærsluskurð út móana, öðru hvoru
meginn við Hnausa, sennilega þó fyrir vestan bæinn og
út engið. Með þessu móti fengist betri halli, og vatn-
ið mætti þá nota fyr til áveitu en ella. Þetta hefur
að vísu ekki verið mælt, og verður ]iví ekkert fullyrt
um, hve mikil not mundu verða að þessari vatnsveit-
ingu. En það er nauðsynlegt, að þetta sje athugað og
mælt og gjörð áætlun um kostnaðinn. Ef einhvern tíma
verður ráðizt í að framkvæma eitthvað í þessa átt, þá er