Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 105
103
bú 13 búendur. Hann taldi eiga vel við, að annað
væri sett á fót í Deildartungu, og gætu verið þar 8—9
bændur í fjelagi. Það er vonandi, að sjera Guðmundi,
sem hefur mjög mikinn áhuga á þessu máli, takist að
fá eitthvað framkvæmt í þessa átt. í Vatnsdal og Þingi
væri að mörgu leyti hentugt að setja á stofn mjólkur-
bú, enda hafa ýmsir menn þar áhuga á því, svo sem
Björn SigfússoD, Magnús á Flögu og fleiri. Þá væri vel
fallið að koma á fót mjólkurbúum í Skagafirðinum bæði
í Vallhólminum, Blönduhlíðinni og á Langholtinu. Á
Langholtinu gætu t. a. m. einir 18—20 búendur sam-
einað sig um eitt mjólkurbú eða rjómabú. Auk þess
mætti setja annað á stofn á Víkurtorfunni, ásamt Beyni-
stað. í Skagafirðinum eru einnig ýmsir menn, er hafa
mikinn áhuga á þessu máli, og skal jeg að eins nefna
þá Albert Kristjánsson á Páfastöðum, Sigurð Jónsson á
Reynistað, sjera Björn Jónsson á Miklabæ og íleiri. 1
Eyjafirðinum er einnig að flcstu leyti hentugt að setja
á stofn mjólkurbú, bæði í Grundarþorpinu, á Staðar-
byggðinni, á Öngulsstöðum og viðar. Þeir Magnús Sig-
urðsson á Grund og Jón Jónatansson á Öngulsstöðum
áttu tal um þetta við mig, og virtust hafa mikinn hug
á, að einhverjar framkvæmdir gætu orðið þar að lútandi.
Þá er Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum,
er lætur sig þetta mál miklu skipta. í fyrra var hann
kominn á fremsta hlunn mcð að stofna mjólkurbú, en
það fórst þá fyrir af sjerstökum ástæðum. Hann held-
ur máli sínu vakandi, og honum er trúandi til að láta
verða af framkvæmdum fyr eða síðar í þessu ofni. Ef
mjólkurbú væri sett á fót á Möðruvöllum, gætu 16
búendur tekið þátt í því, eða flutt mjólk sína þangað,
ef þeir vildu.
Að endingu þakka jeg öllum, er jeg heimsótti eða