Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 109
107
Hver aá, sém nægilegt skyn ber á gæði tiglsteins,
hlaut að sjá, að sýnishorn þau, er jeg sendi þinginu,
voru beztu tiglsteinstegundir, enda endurnýjaðist sönn-
unin fyrir því síðar, hvernig leirtegundirnar eru hjer úr
nágrenninu, þar sem Sigurður heitinn Pjetursson verk-
fræðingur ljet í fyrra vetur reyna erlendis leirtegundir
einmitt frá sömu stöðum, sem jeg hafði tekið leirinn,
og komst eðlilega alveg að sömu niðurstöðu og verk-
fræðingur sá, er jeg hafði snúið mjer til. Einnig mun
Sigurður heitinn hafa áiitið, eptir því samtali að dæma, er
jeg átti við hann, áður en hann dó, að leirinn mundi vera
það varanlegasta og hentugasta húsagjörðarefni landsins.
Samkvæmt upplýsingum þeim, er jeg fjckk erlend-
is um kostnaðinn við að brenna tiglstein í stærri stýl,
sá jeg fram á, að jeg mundi geta selt hann á 40 krón.
þúsundið, fluttan til Reykjavikur, en 'um 30 kr. þús-
undið, ef kaupandi vildi hafa fyrir því, að flytja hann
sjálfur til sín frá brennslustaðnum. Fram að þessu
hafði jeg þó ekki látið neina iðnaðarmenn gjöra áætl-
anir um, hve miklu dýrari hús úr tiglsteini yrði en
hús úr timbri. En nú hef jeg nýlega beðið tvo trje-
smiði að gjöra áætlun um verð á timburhúsi, 16 álna
löngu, 12 álna breiðu, tvílopta með kjallara undir öllu
húsinu, og grunnteikningu af því; eru það trjesmið-
ir, sem taldir eru mjög glöggir á að gjöra slíkar áætl-
anir. Og svo fjekk jeg tvo hina hæfustu steinsmiði
bæjarins til að gjöra áætlun um steinhúsið. Loksins
Ijet jeg trjesmiðina draga út úr áætlun sinni þau efni
og vinnu, sem yrðu jöfn að vöxtum og kostnaði, þó
þau yrðu flutt úr timburhúsinu yfir í steinhús og ann-
að þar að lútandi, sem ekki kom beint steininum við.
Teikninguna merki jeg....................nr. 1
Áætlunina um timburhús...................— 2