Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 136
134
bæði mönnum og alidýrum stafar hinn mesta hætta
af. Algengastar eru Tænia marginata (sullurinn í netju
sauðfjárins o. fl.), T. coenurus (sullurinn í heila sauð-
fjárins, höfuðsótt), rl\ cucumerina og T. echinococcus.
Tvær hinar síðastnefndu verða mönnum að meini.
Tænia cucumerina er mjög algengur bandormur í
görnum hundsins, enda er það engin furða. þegar mað-
ur veit það, að sullur hans lifir í fló hundsins. Flærn-
ar verða sollnar af því að gleypa eggin frá hundun-
um, og þeir fá svo aptur bandorminn af því að jota
flærnar. Mörg dæmi eru til þess, að börn hafi fengið í
sig bandorm þennan, og vorður það eflaust|á þann hátt,
að sollnar flær lenda í mat eða drykk barnanna. Ættu
menn að forðast það, að láta börn vera mikið með
hundum, einkum meðan þau borða.
Bandormategundir þær, sem nefndar hafa verið og
sýkt geta menn, valda þeim aðeins ormaveiki, sem
leiðir af því, að maðurinn elur bandorminn í görnum
sjer; getur það auðvitað orðið mjög óþægilegur sjúkdóm-
ur, en ver verða þær skepnur úti, sem hafa það hlut-
verk að vera sullafóstrur. — Yfir höfuð eru bandorm-
arnir miklu hættulegri þeim, er hýsa sullina, en hinum,
sem fóstra ormana, og kemur það aðallega af því, að
sullirnir taka sjer opt vist í þeim lítfærum, er sízt skyldi,
og umturnar þeim að meira eða minna leyti; ormarnir
halda sig allt af innan garnanna. Tegund sú, er næst
vorður talað um, er manninum svo mörgum sinnum
skaðlegri, on hinar fyr nefndu sökum þess, að þar er
það hans hlutverk að vera gróðrarstía sullanna.
Tœnia echinococcus er ein hin minnsta bandorma-
tegund, er menn þekkja; fullvaxinn ormur fer ekki fram
úr 5 þumlungs að lengd, og aldrei eru liðirnir flciri
en 3—4. Sökum sraærðarinnar ber mjög lítið á honura