Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 139
137
sýslu hafa reglurnar verið samdar, og allt sýnist því í
góðu lagi á pappírnum. En því miður hefur þetta snú-
izt talsvert við í framkvæmdinni. Að vísu mun víðast
lögð nokkur áherzla á hundalækningarnar og til þoirra
varið árlega talsverðu fje og ómaki um land allt, en
hitt, sem er aðalmergurinn málsins, að verja hundunum
sulla-átið, er minna eða ekkert hirt um. Daginn eptir
„lækninguna" fær hundur opt að jeta nægju sína af
sollnum innýflum, og að nokkrum vikum liðnum gengur
hann ef til vill með miklu fleiri bandorma í sjer en
hann áður hafði, og getur þá stafað af honum enn
meiri hætta en áður, sökum þess að fólkið álítur hann
læknaðan, og er því ef til vill ekki eins varkárt í um-
gegni sinni við hann.
Auk þess að hundalækningarnar hljóta að verða
helbert kák, meðan þess er ekki stranglega gætt, að
hundar nái ekki til að jeta sulli, eru þær og, eins og
þær eru viða framkvæmdar, jafnvel stórskaðlegar eptir
atvikum.
Það er í raun og veru alls enginn hægðarleikur að
lækna hunda svo af bandormum, að nokkur vissa fáist
fyrir því, að þeir verði ormalausir. Bandormar eru mjög
lífseigir og því nær ódrepandi í hundinum. Flcst þau
ormalyf, sem vjer þekkjum, hafa þá verkun aðallega,
að deyfa eða svæfa ormana, svo að þeir gleyma að
halda sjer fast; verki lyfið ekki jafuframt niðurhreins-
andi, rakna ormarnir brátt við og sjúga sig aptur fasta.
Ormar þeir, sem frá hundinum ganga, eru því vanalega
ekki dauðir, heldur sofandi, og geta orðið^til stórskaða,
ef þess er' ekki vandlega gætt, að grafa eða brcnna
öll saurindi, sem frá hundunum koma, meðan verið er
að lækna þá. Lækning hundanna getur þá beinlínis
orðið til þess, að út breiða sullaveiki meðal manna og