Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 141
139
á landi — og er þá mikið sagt. Auðvitað eru margar
heiðarlegar undantekningar, margir, sem halda lögin;
en þeir munu þó fleiri, sem brjóta þau, annaðhvort af
hirðuleysi eða þekkingarleysi. Eptirlitið vantar með
öllu, víðast hvar. En verst er það, að hirðumennirnir
gjalda hirðuleysingjanna; hundarnir fara víða og band-
ormaeggjunum rignir jafnt yfir rjettláta og rangláta.
Jeg býst við, að til sjeu þeir, sem sjeu mjer ekki
öldungis samdóina í þessu efni, og segi það tíðkast víð-
ast hvar, að grafin sje hola á blóðvellinum eða í nánd
við hann og þangað sje kastað sullum þeim, sem siátr-
arinn finnur, meðan hann er að gjöra til kindina. — Má
vel vera. En hvaða sullir eru það, sem í holuna koma?
Þeir, sem finnast í netjunni eða mörnum, aðrir ekki.
Það er auðvitað sjálfsagt og sízt lastandi að grafa sulli
þessa, því að úr þeim verða bandormar, ef hundar jeta
þá. Netjusullir sauðfjárins eiga vanalega kyn sitt að
rekja til bandorms þess, er T. marginata heitir og lifir
í görnum hundsins, en ekki er hann hættulegur mönn-
um. Sullagröptur þessi miðar því vanalega ekki bein-
linis til þess að afstýra sullaveiki í inönnum. Það er
þó sízt fyrir það takandi, að eigi kunni að koma fyrir
í netju fjárins sullir, sem mönnum stafi hætta af
(echinococcus-sullir), cn miklu er það sjaldgæfara. Apt-
ur á móti má ganga að því vísu, að lifrar- og lungna-
sullir verði inönnum skaðlegir, ef hundar jeta þá, og
ef hitta á rjctta naglann á liöfuðið, þá eru ]tað sollin
lungu og lifur, sem œtíð œtti að grafa eða brenna, en
í því munu margir vera nijer samdóma, að slíkt komi
ekki fyrir nema örsjaldan á öld. — Eptir minni reynslu
hefur almenningur inestau ótta af netjusullum, cn fer
ineð lungna- og lifrarsulli sem ósaknæmir væru, og er
slíkt hraparlegur misskilningur. Hundum er opt gefið