Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 144
142
jeta dauðar völskur op: mýs, sem tríkínur cru í, enda
eru þær algengar í smádýrum þessum.
Pað er ætlun manna, að tríkínurnar haíi flutzt um
1830 hingað til norðurálfunnar með svínum frá Kína
og breiddust þær þá fljótt út. Árið 1860 urðu menn þess
vísir, að þær gátu lifað í mönnum. Það ár tók stúlka
ein á Þýzkalandi sótt og andaðist, og hugðu menn sýk-
ina vera taugaveiki; líkið var samt skorið upp og
rannsakað af lækni, og fundust þá tríkínur bæði í vöðv-
um og þörmum stúlkunnar; kom það þá upp úr kafinu,
að skömmu áður en stúlkan lagðist, hafði hún borðað
flesk, og að allir þeir, sem af fleskinu höfðu neytt, urðu
meira eða minna lasnir. Yar þá rannsakað það, sem
eptir var af fleskinu og fuudust tríkínur í því. Varð
þetta til þess að menn fóru að veita sýkinni meiri
eptirtokt, og er það nú margsannað, að menn fá i sig
tríkínur af því að jeta hrátt eða illa soðið flesk af veik-
um svínum, og er það alltíður sjúkdómur víða í útlönd-
um. Svínum verður sjaldnast meira um sýki þessa en
svo, að optast verður ekki tekið eptir henni í lifanda
lífi, sjest fyrst á kjötinu, en mönnum er hún aptur á
móti hættuleg og verður mörgum að bana. Aðal-
einkenni hennar eru þau, að fyrstu vikuna, meðan trí-
kínurnar úr fleskinu eru að þroskast og fæða ungana í
þörmum manns, þjáir hann lystarleysi, ónot, uppköst og
niðurgangur með megnum innantökum, en úr því fer
að bera á sársauka í vöðvum, þeir bólgna, verða harð-
ir; sjúklingurinn þolir bezt að liggja krepptur, á bágt
með að tyggja og kingja fær hæsi og andarteppu og
fylgir þessu ætíð talsverð hitasótt. Enn sem komið er,
hafa menn ekki sjeð neinn árangur af lyfjabrúkun, og
er því eina ráðið að forðast sýkina eptir mætti: borða
aldrei hrátt eða illa soðið flesk.