Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 145
Í43
Voðvatríkínurnar eru svo litlar, að éigi verður sjeð
með berum augum, hvort kjötið sje hættulegt eða ekki.
Því eru víða í útlöndum komnar á fót stofnanir, þar
sem hver svíns-skrokkur er nákvæmlega rannsakaður
(með smásjá), og þeir einir koma í verzlunina, sem cng-
ar eru tríkínur í. í Berlínarborg einni er varið um
hálfri milíón króna árlega í þessu skyni.
Hjer á landi er hættan auðvitað ekki mikil, þar
sem hjer er engin svínarækt, en hingað fiyzt þó árlcga
talsvert af fieski, einkum reyktum svínslærum og ýms-
um bjúgum (Pölser), sem opt er meira eða minna íiesk
í, og er þvi sízt fyrir það takandi, að eitthvað af því
geti verið saknæmt, enda vita menn það fyrir vist, að
í reyktum svínslærum haía fundizt lífandi tríkínur
Menn geta þó óhræddir lagt sjer þetta sælgæti til munns,
ef þess er að eins nógu vandlega gætt, að sjóða það vel.
Trikínurnar deyja við 62—75° C. hita, og sje fleskið
soðið í nógu smáum bitum þarf elcki mjög langa suðu
(sjá bls. 133). Hcil svínslæri þurfa þó mcir en 3
stunda suðu, svo hættulaus sjeu.
Hjer hefur nú verið farið nokkum orðum um hina
helztu sjúkdóma, er af sníkjudýruin stafa, og borizt
geta frá dýrum í menn; skal þá talað nokkuð um þá,
er sníkjuplöntur valda, sveppir og bakteríur.
Ilring'orinur (herpes tonsarans) er hörundskvilli
nefndur, sem algengur er bæði á mönnum og skepnum;
stafar hann af sveppi einum (Triehophyton tonsurans),
sem lifir í hörundinu og hárunuin. Sveppur þessi er ná-
skyldur mygglusveppum og þeim að uiörgu líkur. — Af
alidýrunum eru það nautin, sem optast fá sýki þessa,
þá hundar; sjaldnar hestar og kettir, en sjaldnast svín