Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 147
145
Kötturinn er það alidýr, sem tíðast hefur geitur, þá
hundar, en sjaldnast hestar. Optast koma geitur fyrst
á framlappir kattarins og höfuðið, og geta þaðan færzt
um allan kroppinn. Mýs hafa mjög opt geitur og af
þeim taka kettirnir optast sýkina, og því byrja þær
vanalega á framlöppum, kring um klærnar.
E»að er algengt, að menn fái geitur af köttum,
einkum börn, enda þrífast þær yfir höfuð betur hjá
uugum en gömlum, og verða menn því að hafa ná-
kvæmar gætur á því, að börn hafi ekki samkvæmi við
geitnasjúka ketti, eða leilci sjer að dauðum músum.
Stundum fá kettirnir sýkina af mönnum og geta þá
orðið til þess að halda henni við og flytja hana á mann
frá manni.
Miltisbramlur (anthrax) er bakteríusjúkdómur, og
munu menn nú orðið þekkja hann að nokkru, enda er
hann æði-algengur og illræmdur; getur hann sýkt og
drepið allar skepnur með heitu blóði, en skæðastur er
hann þeim, sem af jurtafæðu lifa, einkum nautum, sauð-
fje og hestum. Miltisbrandsbaktcrían lifir aðallega í
blóði sjúldinganna og berst með því um allan kropp-
inn; spiliir hún blóðinu mjög á stuttum tíma og því
er sýkin jafnan mjög bráðdrepandi. Opt drepur hún
skepnuna á fáum klukkustundum, og eru mörg dæmi
til þess, að skepnur, sem sýnzt hafa hcilbrigðar að
kveldi, hafa legið dauðar og stirðar að morgni. Svo
bráð er sýkin þó ekki allt af, stundum varir hún nokkra
sólarhringa. Skepnur fá vanalega bakteríurnar í sig
með fóðrinu eða drykkjarvatninu, stundum þó gegnum
sár, eða með því að anda þeim að sjer í ryki.
Innýfli þeirra skepna, sem dáið hafa úr miltis-
brandi, eru jafnan meira eða minna blóðhlaupin og
þrútin og rniltið stórt og meyrt; og í blóðinu úir og
10