Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 152
150
Enn sem komið er þekkja menn þó ekki sóttkveykjuna,
en það vita menn, að hún er fast efni, því að slefa
bitóðra hunda verður ósaknæm, ef hún er síuð gegnum
nógu smágjörva síu. Allt bendir til þess, að það sje einhver
baktería, sem aðailega lifi í taugakerfinu og munnvatns-
eitlunum. Að mest ber á sýkinni í hundadögunum,
kemur af því, að í miklum hitum eru flestir næmir sjúk-
dómar skæðastir.
Hingað til lands hefur sýki þessi víst aldrei kom-
ið, en hjer skal þó til fróðleiks farið nokkrum orðum
um helztu sjúkdómseinkonni bitæðisins, og vera má, að
það geti orðið til nokkurs gagns, því að óhugsandi er
það ekki, að hingað geti flutzt bitóðir hundar, eða rjettara
hundar, sem fengið hafl sóttkveykjuna í sig, og þeirn mun
hættara er við því, sem sóttdvalinn, eða sá tími, sem
líður frá bitinu þangað til sýkin keinur í ljós, getur
stundum verið margir mánuðir.
Eptir því taka menn einna-fyrst, að skapferli hunds-
ins breytist mjög; hann verður ijósfælinn, dutlungafull-
ur, uppstökkur, ef hann er ertur, opt órólegur og verð-
ur bilt við hvað eina; hlýðir þó húsbónda sínum og
kemur, ef á hann er kallað. Brátt fer hann að verða
kenjóttur með át, vill ekki jeta vanalegan mat, en
gleypir opt í sig sinásteina, glerbrot og alls konar rusl,
sjer ofsjónir, glepsar t. a. m. eptir ímynduðum flugum,
og hefur enga ró í sínum beinum; hann helzt nú ekki
við heima lengur, æðir um ailt og fer opt langar leiðir
á stuttum tíma, gegnir ekki, þótt á hann sje kallað
og fer af og tii að fá krampaflog. 1 byrjun vcikinnar
ber ckki mjög mikið á tilhneigingu til að bíta, en síð-
ar, þegar sýkin ágjörist, verður bitlöngunin óstjórnleg,
og bíta þeir þá stundum allt, sem fyrir verður, menn,
skepnur og dauða muni; stundum bíta þeir svo ákaft,