Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 155
153
af sýki þessari, er hvert land heppið, sem sleppur hjá
þessnm ófögnuði. Ef það er stranglega bannað, og
þess gætt, að hingað sjeu fluttir hundar frá útlöndum,
þurfum vjer naumast að óttast bitæði hjer á landi.
Berklaveiki (tulerculosis) er nú sem stendur víða
í útlöndum lang-algengasta veikin bæði í mönnum og
skepnum, og hjer mun hún nú útbrcidd orðin um meiri
hluta landsins, að minnsta kosti í mönnum.
Það er ekki langt síðan, að berklaveikin fór að
gjöra vart við sig að mun hjer á Norðurlöndum; í
byrjun 19. aldarinnar þekktist hún varla í nautgripum
í Danmörku, og um iniðja öldina var húu mjög sjald-
gæf, en nú telst svo til, að af hverjum 100 nautgrip-
um þar í landi haíi 30—40 meiri eða minni snert
af veikinni, og viðlíka útbreidd er hún nú í flestum
öðrum löndum norðurálfunnar Það er þó ekki svo að
skilja, sem berklaveikin sje öldungis ný eða fárra ára
gömul, því að hún hefur þekkzt frá alda-öðli; í lögum
Gyðinga (3. Mósebók) er t. a. m. bannað að jeta kjöt
af tæringarveikum dýrum, og hafa þeir þegar haft hug-
mynd um það, að menn gætu fengið berklaveiki á þann
hátt. Aptur á móti eru að eins fá ár, eklci fullir tveir
ára tugir, síðan menn vissu fyrir víst, hver orsök veik-
innaror;árið 1882 fannst berklabaktérían, og er nú full-
sannað, að hún vcklur veikinni, í hverri mynd sem hún
svo lýsir sjer. Berklabakterían getur lifað í og sýkt
flest dýr með heitu blóði, en lang-algengust er veikin
í nautum og mönnum. — Að lýsa sýkinni í fáum orð-
um, er engin hægðarleikur, því að hún getur komið
fram i ótal myndum og fara einkennin eptir því, í
hvaða líffæri bakterían aðallega tekur sjer bólfestu.
Einna optast veikjast lungun, og er veikin þá kölluð
lungnatæring, og munu flestir kannast við þá tegundina,