Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 156
154
en annars getur hún tekið öll líffærin, verið bæði inn-
vortis og útvortis. Berklabakterían æxlast og þroskast að
eins, í líkama manna eða dýra, en lifað getur hún — eink-
um sporarnir — í lengri eða skemmri tíma úti í nátt-
úrunni, einkum þar sem dimmt er; sólarljósið þolir hún
ekki, og byggjast á því hinar svonefndu Ijóslækningar.
Það er nú margsannað, að menn taka opt sýkina af
dýrum og dýr af mönnum, og verður sýkingin optast
á þann hátt, að bakteríurnar berast niður í lungun
með ryki af þornuðum hrákum o. fl., eða þær eru
gleyptar með fæðunni, mat eða drykk. Auk þess sýkj-
ast menn og dýr opt gegnum sár, og óalgengt er það
ekki, að kýr fái berklaveiki í júgrið af því að bakterí-
urnar hafa komizt inn í það gegnum spenagötin.
E>að cr eflaust algengast, að menn fái berklaveiki
af mönnum, og þá langoptast á þann hátt, að þeir anda
að sjer bakteríunum í þornuðum hrákum berklaveikra
manna; menn umgangast meira innbyrðis en við dýrin.
Þeir, sem hirða berklaveikar skepnur, geta þó auðvit-
að sýkzt af þeim á sama hátt, því að slefa þeirra og
aðrir vessar geta verið mjög hættulegir, cf þeir þorna
og verða að ryki. Bn að því er dýrin snertir liggur
þó aðalhættan í því, að neyta kjöts, sláturs eða mjólk-
ur úr bernlaveikum skepnum. Og í þessu sambandi
stafar þó mest hætta af nauturn og svínum, en lítil af
hestum og sauðfje, enda fær það sjaldan veikina.
í flestum stærri bæjum erlendis, og nærri í hverj-
um bæ í Danmörku, er nú komin á fót alnienn kjöt-
skoðun (Ködkontrol), og má ekki selja neitt kjöt til
manneldis nema það hafi reynzt hættulaust við skoð-
unina. Til þessara kjötskoðunarstofnana er árlega var-
ið ógrynni Ijár, og horfa menn ekki í það, enda er
hættan mikil, sem mönnum stafar af óheilnæmu kjöti