Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 161
Í59
sýkinni þannig farið, að kún leynist opt mjög lengi, án
þess að á hestinum sjái að mun, og gæti því hæglega farið
svo, að hún flyttist hingað, ef innflutningur hrossa yrði
einhvern tíma leyfður.
Munn- og klaufaveiki (Mund-og Klovesyge, aphthce
epizooticœ). Bins og nafnið bendir til, tekur veiki þessi
aðallega klaufdýr, naut, fjo, svín og geitur, en af og
til þó einnig hesta, hunda, ketti og fugla. Menn sýkj-
ast einnig allopt.
Enn sem komið er þekkja menn ekki orsök veiki
þessarar, en enginn vafi þykir leika á því, að það sje
einhver baktería, enda er veikin ákaflega næm, og hag-
ar sjer á líkan hátt og inargir aðrir sjúkdómar, er menn
vita að bakteríur valda. Skæð drepsótt er hún ekki,
því tiltölulega fáum skepnum verður hún að bana, en
samt er hún talin versta landplága alstaðar, þar sem
kúabú eru mikil, sökum peningatjóns þess, er hlýzt
af því, að kýrnar verða gagnslausar í lengri eða
skemmri tíma.
Veikin byrjar með því, að skepnan fær hitasótt,
og brátt fer svo að bera á roða í slímhimnunni innan í
munninum; eptir nokkurn tíma þjóta þar upp blöðrur
með tærum vökva í; blöðrurnar springa, og myndast
við það stærri eða smærri fleiður, sem stöðugt ýlir úr.
Sams konar útbrot koma milli klaufanna og opt einnig
á júgur og spena. Að öllum jafnaði er veikin væg og
batnar að fullu eptir 2—3 vikur; stundum drepur hún
þó, og er það einkum ungviðið, sem hún ríður að fullu,
og það opt á mjög stuttum tíma.
Menn fá sýki þessa á ýmsan hátt; optast af því
að neyta ósoðinnar mjólkur, smjörs eða osts úr veikum
kúm; stunduin kemst sóttkveykjan í sár (á höndum)
og berst þaðan um líkamaun. Sýkin hagar sjer svipað