Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 163
161
sauðfje, og þegar monn taka hana af dýrum, er hún
ávallt mjög væg.
Kúabóla hefur af og til stungið sjer niður hjer á
landi, og er það cngum efa bundið, að kýrnar haii
fengið veikina af bólusettum mönnum (mjaltakonum),
enda er það roynsla frá öðrum löndum, að kúabóla
gjörir jafnan mest vart við sig á þeim tímum árs, sem
almennar bólusetningar fara fram; veikin getur svo
borizt frá einni kú til annarrar með mjaltakonunum og
frá kúnum aptur á menn. Til þess að forðast útbreiðslu
veikinnar verður því að gæta þess. að nýbólusett
fólk hirði ekki cða mjalti kýrnar, og sama er að segja
um aðrar skepnur. Að því er hesta snortir, er það
alltítt, að þeir sýkjast við járningu, þegar sá, er held-
ur fæti, hefur nýlega verið bólusettur. Smiðir eða
járningamenn geta og sýkzt af bólusjúkum hestum við
líkt tækifæri.
Þoss er getið hjer að framan við hina einstöku
sjúkdóma, þegar hætta getur stafað af því, að neyta
kjötsins af hinum veiku skepnum, en með því að kjöt
getur optar veríð óhollt og valdið veikindum, skal hjer
farið fám orðum um
Oheilnæmt kjöt. Sú hjátrú hefur lengi haldizt
við, og eimir víða eptir af lienni enn, að kjötið af
sumum æðri dýrunum sje með öllu óætt eða jafnvel
skaðlegt til manneldis. Gyðingum var bannað að neyta
kjöts af hestum, svínuin, úlföldum, ösnum og mörgum
deiri dýrum, sem kölluð voru „óhrein“, og svínakjöts
máttu ýmsar af fornþjóðunum alls ekki neyta. Þeir,
sem á Múhamcd trúa, mega ekki smakka það enn í
dag. Hja gömlu Grikkjum var bannað að borða kjöt
11