Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 170
Í6Ö
að ofan og 2 fet á dýpt; verður þá skurðurinn allur
um 134400 touingsfot. í dagsverkið iegg jeg 300 ten-
ingsfet, og til þess að fullgjöra .skurðinn fara þá 448
dagsverk. Það er sama sem að maðurinn gjöri nálægt
l]/2 faðm á dag. Sje dagsverkið talið kr. 2,00, þá
kostar að gjöra þennan skurð 896 kr.
2. Hrútsvatn kefur ekki aðra framrás en hinn svo
nefnda Andalæk, sem er 1 raun og veru framkald
Rauðalækjar, og rennur til landssuðurs í ótal krókum
fram í Frakkavatn. En í vatnavöxtum er þessi fram-
rás næsta ónóg, enda ber það opt við í rigningatíð, að
Hrútsvatn flæðir upp á bakka sína og veldur þá stund-
um allmiklu tjóni, ef hey liggur laust á engjunum í
kring. Til þess að aptra því, er nauðsynlegt að gjöra
slcurð úr vatninu og fram í Ferjuós. Ef þessi skurður
er gjörður, mundi Rauðilækur eptir nokkurn tíma falla
í Hrútsvatn, en við það og um leið ijetti vatnsfyllinni
í Frakkavatni og Kálfalæk, og væri það mikill kostur.
Skurður úr Hrútsvatni og fram í Ferjuós þarf að vera
um 800 faðmar á lengd, 12 fot á breidd að ofan og
21/, fet á dýpt til jafnaðar. Til þess að gjöra þennan
skurð mundi fara um 400 dagsverk, og sje dagsverkið tal-
ið kr. 2,00, þá verður allur kostnaðurinn 800 kr.
Þegar jeg hafði athugað það, sem hjer segir, hjelt
jeg út í Flóa. í Villingaholtshreppnum kom jeg á tvo
bæi, Villingaholt, til Jóns Gestssonar, og Hurðarbak,
til hreppstjóra Árna Pálssonar. í Villingaholti mældi
jeg fyrir skurði og gjörði áætlun um, hvað kosta mundi
að gjöra hann. Á Hurðarbaki mældi jeg fyrir flóð-
garði. Þaðan fór jeg út í Sandvíkurhrepp og dvaldi
þar nokkra daga; var þá byrjað að vinna að skurðar-
gjörð og því haldið áfram, meðan jeg stóð þar við. Ed
með því að jeg þurfti að ferðast suður með Faxailóa,