Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 172
170
leyti. Af Skeiðunum fór jeg 4. dag júlímán. að Auðs-
holti í Biskupstungum, og skoðaði þar hina svo nefndu
Auðsholtsmýri, sem er afarstór mýrafláki, um eða yfir
1000 engjadagsláttur. Mikinn hluta hans mætti gjöra
að frægasta engi, að líkindum með vatni bæði úr Hvítá
og Minni-Laxá. Að vísu þarf til þess langa flóðgarða,
4—5, og aðra minni, auk aðfærsluskurða og affærslu-
skurða. Þetta mundi því kosta mjög mikið, en það
hlyti að margborga sig, ef vel og hyggilega væri að
öllu farið.
Þaðan fór jeg í Ytri-Hreppinn, og var þar um tíma
ásamt smjörgjörðarmanni Grönfeldt og honum til að-
stoðar við tiisögn í smjörgjörð. Til að byrja með vor-
um við 2 daga í Hrepphólum, 7 daga á Seli og 1 dag
í Birtingaholti. A Seli var stofnað mjólkurbú, og voru
5 bændur í fjelagiúu. Mjólkin frá hverjum einstökum
var flutt á mjólkurbúið i fötum úr stálþynnu, er til
þess voru gjörðar, og skilin þar. Föturnar tóku 20 og
25 potta, og kostaði hver þeirra 8 kr. Meðan injólkin
var mest, hafði búið til meðferðar 700 pund af mjólk
á dag. Þegar búið var að skilja mjólkina, var rjóminn
mældur frá hverjum fyrir sig, honum hellt svo saman,
og hann sýrður og strokkaður. Búið rjeð til sín bústýru,
er annaðist smjörgjörðina að öllu leyti. Henni var að
eins hjálpað til að skilja á málum. Allir hlutaðeigend-
ur undu vel við þetta fyrirkomulag, og er ásetningur
þcirra, að halda áfram, en búinu verður ef til vill
breytt í rjómabú.
Úr Hreppnum fór jeg 17. dag júlímán. og suður í
Sandvíkurhrepp, stóð þar við einn dag, og hjelt siðan
til Reykjavíkur ásamt Grönfeldt. 1 Reykjavík varð
viðstaðan stutt, og fór jeg þaðan aptur 21. s. m. á leið
norður í land. Jeg ferðaðist þar um Húnavatns, Skaga-