Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 173
171
fjarðar og Eyjafjarðarsýslur. Á þessari ferð var jeg í
< viku, og kom aptur til Reykjavíkur að kveldi 3.
dags septembermán. Frá þessari ferð verður skýrt sjer-
staklega og sleppi jeg því að minnast á hana frek-
ara hjer.
11. dag septembermán. fór jeg austur í Árnessýslu
og Rangárvallasýslu. Jeg kom við í Sandvíkurhreppn-
um, en hafði þar stutta viðdvöl, og hjolt því næst aust-
ur í Holt. Tilgangurinn með ferð minni þangað var
sá, að lita eptir skurðinum í Flóðakeldu og skoða það,
sem gjört var af honum. Þessa skoðuu framkvæmdi jeg 18.
dag septembermán., og voru þeir Ólafur Ólafsson í Lindar-
bæ og Sigurður Guðmundsson á Helli með mjer. Af
skurðinum eru að mestu full-gjörðir 2500 faðmar. Þar
af eru 1000 faðmar 9 fet á breidd að ofan og 2 fet
á dýpt, 800 faðmar 8 fet á breidd að ofan og 2'/2 fet
á dýpt til jafnaðar, og 700 faðmar 7 fet á breidd að
ofan og 2 fet á dýpt. Ef gjört er ráð fyrir, að skurð-
urinn sje gjörður með 45° halla, þá er hann allur 198000
teningsfet. Og mcð því að leggja 300 teningsfet í dags-
verkið, verður það, sem gjört er, 660 dagsverk. Nákvæm-
ari skýrsla um skurðinn verður gefin, þegar honum er lok-
ið og verkið tekið út í heild sinni sem fullgjört.
Fyrir Rangá hcfur verið hlaðið á tveim stöðum.
Önnur stífian er gjörð í syðri Bjóluós, eða rjettara sagt,
aðra kvísl hans. Þessi stífla er 36 faðmar á lengd, 10
fet á breidd að neðan og 2 fet að ofan, og 4 fet á hæð,
eða 5184 teningsfet, eða 34 dagsverk. Hin stíflan er
40 faðmar á lengd, 8 fet á breidd að neðan, 2 fet að
ofan og 3 fct á hæð til jafnaðar. Hún verður þá alls
3600 teningsfet eða 24 dagsvcrk.
Úr Holtunum fór jeg 19. dag septembermán. út
yfir Þjórsá og upp í Eystri-Hrepp snögga ferð. Lýður