Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 178
176
fáir í Árneasýslu gjört meiri jarðabæfcur en hann á
jafn-skömmum tíma, enda er hann viðurkenndur fyrir
framúrskarandi dugnað.
Frá Skipholti fór jeg 19. dag októbermán. og suð-
ur í Sandvíkurhrepp. Á leiðinni þangað kom jeg við í
Ölvesholti hjá Vernharði bónda Kristjánssyni, sem j)ar
hefur búið milli 10 og 20 ár, og mældi þar halla og
fleira. Hann hefur optast í sinum búskap verið einyrki,
sætt heilsuleysi, en jafnan átt fyrir mörgum að sjá.
Eigi að síður hefur hann gjört allmiklar jarðabætur á
ábúðarjörð sinni þessi ár, er hann hefur þar búið. Meðal
annars hefur hann sljcttað í túni 3400 □ faðma, gjört
vörzluskurð 380 faðma á lengd, og skurð til að þurrka,
100 faðma á lengd.
í Sandvíkurhreppnum dvaldi jeg í 5 daga og mældi
þá skurði, er gjörðir höfðu verið nýir og endurbættir
það ár, og verður þeirra annarstaðar getið. Þegar
því var lokið, hjelt jeg hingað til Reykjavíkur og kom
hingað að kveldi 26. dags októbermán.
Milli jóla og nýárs fór jeg upp í Mosfellssveit, og
hjelt þar einn fyrirlestur.
Samkvæmt þessari skýrslu hef jeg verið áferð alls
og alls 168 daga.
Mörg brjef hafa mjer borizt þetta ár, þar sem
jeg er beðinn um ýmsar skýringar um búnað. Jeg
hef því orðið að skrifa mörg brjef til að svara þcim, er
mig hafa spurt. Þau brjef, er jeg hef beinlínis skrifað
til að svara fyrirspurnum rnanna, eru um 130 alls. Flest
brjefin hafa verið fyrirspurnir um mjólkurbú, skilvindur,
gaddavír og girðingar, um verkfæri til jarðyrkju o.sfrv.
Það hefur opt verið skrifað og skeggrætt um það,
að landbúnaðinum væri að hnigna, og bændum brugðið
um áhugaleysi á öllu því, er að búnaði lýtur. Því