Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 216
214
Jónsson, ferðast uin hjeraðið og skoðað sauðfje hjá mönnum,
einkuin fjelagsmönnum, og um vorið (1898) fór hann ásamt
aðstoðarmanni, Jakob Hálfdánarsyni, til fjárkaupa um hjer-
aðið. Keyptu þeir þá alls lianda fjárbúinu 45 ær með
lömbum, á 16—20 kr. liverja, eða samtals 845 kr., svo og
2 hrúta fyrir 46 kr. Voru ær þessar frá rúmum 20 eig-
endum, og 5 frá heimili þar sem flest var. Ekkert af án-
um var frá hinum nafnkunnu fjárræktarheimilum íMývatns-
sveit og Bárðardal, og stafaði af þvi, að kjörmönnum þótti
ísjárvert að fiytja kindur úr beztu landkostum í neðanverðan
Reykjadal, því þar eru landkostir langt um rýrari.
Þegar hjer var komið sögunni voru fjelagsmenn orðnir
38, og seldir fjelagshlutir 40. Hafa fjelagmenn átt liluti
sfna vaxtalausa í stofnuninni til þessa; að öðru leyti hafa
þeir ekki sjálfir lagt henni fje til árlegs kostnaðar. Aptur
á móti hpfur stofnunin verið styrkt af sýslusjóði og jafnað-
arsjóði, eins og eptirfylgjandi reiknings-yíirlit sýnir. Kotið
Partur er einugis smábýli (4,5 lindr.), svo að jafnvel heima-
heyskapur hefir eigi hrokkið til að fóðra um 70 kindur,
sem stofuunin hefir árlega sett á vetur. En lieyskapur er
nærtækur og heygæði sæmileg. Enn fremur var kotið svo
niðurnítt, að einungis einn fjárliúskofi var nýtilegur. Varð
þó að láta sjer lynda húsin með lítilli aðgjörð fyrsta árið
og hafa flestar kindurnar í bæjarkofunum. En sumarið
1899 var ekkert uudanfæri lengur, og byggði fjelagið þá
fjárhús, tvístætt, fyrir rúmar 60 kindur, og var þó kostuað-
ur sá fjelaginu um megn. Heyhlaða var engin til, og er
ekki enn, og gjörir það stofnuninni árlegan kostnað og
tjón.
Á hverju hausti, að afloknum fjallskilum, er fundur
haidinn á fjárbúinu. Sýna þeir þar, fjárhirðir og kjörmað-
ur, allar kindur er stofnunin á. Eru þær þá allar vigtaðar
og síðan teknar frá og virtar til verðs þær, sem stofuunin
setur á vetur. Úr hinu velja svo fjelagsmenn og aðrir það,
er þá fýsir að kaupa, eu afgauginum er komið í verð á
aunan hátt. Kindur, sem ákveðnar hai'a verið til kynbóta,