Búnaðarrit - 01.01.1901, Síða 232
230
botni og liliðum skurðanna og öflug stýfla sett í að haust-
inu, þá er þar óhætt íýrir ánni. En bökkunum er víða
liætta búiu eins og þeir ern. Þeir eru lágir og sandur al-
staðar undir og hefur áin opt brotið þá ineira og minna í
vatnavöxtum. Það væri mesta nauðsyn að hlaða á Þverár-
bakka til varnar ágangi af ánni, og svo að ræsa fram hinn
stóra mýrarfláka, sem nær alla leið frá Hólabæjum austur
í Strandarhverfi. E>á mætti hafa miklu meira gagn af
þeirri mýri til beitar, og með nægri áveitu úr Þverá gæti
liúu orðið fyrirtaks slægjuland. Á Iiólabæjum inældi jeg
fyrir framræslu og í Álfhólum fyrir flóðgarði og skurði
til áveitu og áætlaði það verk allt að 150 dagsverk.
Austur að Bergþórshvoli kom jeg 4. júli og fór þaðan
austur í Austur-Landeyjar til að skoða það sem gjört hafði
verið að framræsluskurðum austan við Krosshverfið, setn
jeg mældi á austurleiðinni í vor og áður er getið. Þeir
voru þá hættir við það verk, því aðrar annir kölluðu að
fyrir sláttinn. Þeir höfðu gjört 12—1300 faðma tvö fet
á dýpt, en ekki tekið alla breiddina nerna á 400 föðmum
neðst, þar 10 fet á breidd, en 8 —900 faðina liöfðu þeir
gjört 6 feta breiða, en ætla sjer að breikka hann til fulls
siðar. Að þeir höfðu ekki tekið alla breiddina strax, gjörðu
þeir til þess að koma skurðinum som lengst, svo þeir gætu
haft sem mest not af houum i sumar. Krosshverfingar
kölluðu nú allt þurt nálægt skurðinuin, hjá því sem áður
var, og höfðu beztu von urn not lians, þegar hann væri
fullgjörður. Jeg hefði gjarnan viljað vinna nokkuð að
þessum skurði í vor, einltum við byrjun verksins, en gat,
það ekki, því jeg varð að hraða mjer austur vegna áveit-
unnar á títjórnarsandinn, og svo var allur timinn upp tek-
inn i þetta ferðalag um mðiri part sýslunnar.
Að þessu búnu fór jeg vestur yfir Affall. Mældi fyrir
stýflugörðum og áveituskurðum í Gerðum og í Eiflholts-
hjáleigu. Mældi varnarskurð, sem í ráði er að gjöra milli
Fíflholtshveríisins á aðra lilið og Bergþórshvols, Aruarhóls
og fleiri bæja á liiua. Skurðurinn verður lagður í mörkum