Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 270
268
2. gr.
Sjóðurinn er stofnaður fyrir andvirði þjóðjarða þeirra
sem seldar hafa verið frá árslokum 1883 og er uú sem
stendur að uppliæð 144,932 kr., en við innstæðu þessa skal
bæta andvirði þjóðjarða þeirra, er hjer eptir kunna að verða
seldar, sem og þvi af vöxtum sjóðsins, sem eigi er varið til
vorðlauna.
3. gr.
Til jarðabóta þeirra, er lán má veita til eða verðlaun
má veita fyrir af Ræktunarsjóðnum teljast túnasléttur, flóð-
garðar og stýflugarðar, girðingar um tún, sáðreiti, fjárbæli,
engi, gróðrarreiti eða sjerstakar beitarspildur hvort sem þær
eru gjörðar með görðum, skurðum eða vír, undirbúningur
á jörð til matjurtagarða, trjáplöntun, sandgræðlsu, varnir
gegn landbroti eða uppblæstri, og sjerhvað annað, er miðar
að því að rækta óræktað land eða aulca afurðir iandsins,
livort heldur er til manneldis eða skepnufóðurs.
4. gr.
Innstæðuna má að eins lána út til jarðabóta og jafnað-
arlega skal leggja eigi minna en hálfa vextina ár hvert við
inustæðuua, en að öðru leyti má verja vöxtunum árlega til
verðlauna fyrir framkvæmdir í jarðabótum.
5. gr.
Landshöfðingi hefur stjórn sjóðsins á hendi en leita
skal álits' stjórnar Búnaðarfjelags fslands um lánveitingar
og verðlaunaveitingar allar.
6. gr.
lleikning sjóðsins og skýrslu um verðlaunavoitingar
skal prenta á ári liverju í stjórnartíðindunum, deildinni B.