Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 77
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 75-87
Róbert Jack
Leiðin að æðstu náttúru
Platon um stigskiptan þroska „ástarstigans“
Hinn svokallaði „ástarstigi" í Samdrykkju Platons lýsir því hvernig maðurinn má
feta sig upp til æðstu fegurðar, þekkingar og dygðar. Drifaflið í „ástarstiganum“
er auðvitað ástin en við lok lýsingarinnar á stiganum segir Sókrates að í þeirri
viðleitni að klífa hann alla leið sé ástin besta hjálparhellan fyrir mannlega nátt-
úru (rrj áv0pco7teía cpúaev) (^^b).1 Það liggur því beint við að líta á „ástarstigann"
sem leið mannsins að sinni æðstu náttúru. „Astarstiginn“ markar því vörðurnar á
þessari vegferð, hann segir hvar þarf að byrja og hvað þarf að ganga í gegnum til
að ná á leiðarenda.
„Ástarstiginn" hefur verið allvinsælt umfjöllunarefni fræðimanna. Sitt sýnist
þar hverjum, eins og venjan er, og ýmislegt heflir verið rökstutt. Augljóst er að
»ástarstiginn“ lýsir einhvers konar þrepaskiptu ferli en lítið hefur farið fyrir þeirri
sýn að hann lýsi mannlegri náttúru með einhverjum skipulegum hætti. Algengara
er að líta á hann sem leiðarlýsingu á óræðri upphafningu, hvort sem áherslan er á
hið dulræna, hið andlega, það sem töfrar eða þekkinguna.2 Hvað sem öðru líður
virðast þessar túlkanir á „ástarstiganum" heldur jarðsambandslausar. Flestar beina
þær athyglinni fyrst og fremst að óræðni lokastigsins og gera litla tilraun til að
tengja þróunina raunverulegum mannlegum upplifunum.
I þessari grein mun ég færa rök fyrir því að það sé miklu nær að lýsa „ástarstig-
anum“ sem stigskiptu þroskamódeli, ekki ólíkt því sem finna má hjá þroskasál-
fræðingum í nútímanum, en óljósu andlegu ferðalagi. Einna frægust þessara
nútímalegu þroskakenninga er hugmynd Jeans Piaget um vitsmunaþroska. Eins
°g um flest sýnist hér hverjum sitt en allmargir rannsakendur hafa komist að
1 I svigum er hér og eftirleiðis vísað í blaðsíðutal í útgáfu Stephanusar frá 1578, eins og alsiða er.
2 Til að nefna noWcur dæmi talar Nightingale um dulhyggjuferð (2004: 83-86), Obdrzalek um
„andlega uppgöngu“ (2010: 430), McEvilley nefnir „andlegan vöxt“ (2002: 184), D. Frede lýsir
ferðinni sem menntun vegna töfra fegurðarinnar (1993: 409) og Morrison talar um „framgöngu
til þekkingar“ á hinu fagra sjálfu (1977: 215).