Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 59

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 59
HöGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 57-74 Svavar Hrafn Svavarsson Stóísk siðfræði og náttúruhyggja Náttúruhyggja og siðfræði fornaldar Það má skilja náttúruhyggju innan siðfræði nútímans ólíkum skilningi. í grunninn er hugmyndin sú að siðferðilega eiginleika megi smætta í eiginleika sem ekki eru siðferðilegir heldur í einhverjum skilningi náttúrulegir, hlutlægir þættir heimsins. Þannig megi finna náttúrulegan grundvöll siðferðis. Náttúruhyggja er því iðulega bjarghyggja. Þessi náttúruhyggja geti brúað bilið milli gildis og staðreyndar (hafni jafnvel greinarmuninum), spurningar um góðleika megi smætta (svo dæmi sé tek- ið af nautnahyggju) í spurningar um ánægju og sársauka. Þessi náttúruhyggja geri okkur jafnframt kleift að álykta frá því sem er til þess sem eigi að vera. Þess vegna sé meðal annars hægt að hafa rétt eða rangt fyrir sér um siðferði. Náttúruhyggja af þessu tagi hefur lengi verið skotspónn heimspekinga. Meðal frægustu gagnrýn- enda eru G.E. Moore, en aðdragandann hafa menn greint hjá Hume.1 Kjarninn í gagnrýninni, a.m.k. hjá Moore, virðist vera sá að téð smættun eigi sér enga stoð aðra en óskhyggju. Að baki þessari gagnrýni kann að búa sú almenna tvíhyggja sem gerir greinarmun á náttúru sem lýtur sínum efnislegu lögmálum og hugsun urn náttúruna. Þessi tvíhyggja, sem gat af sér óteljandi vandamál um samband anda og efnis (hugar og líkama, þekkingar og veruleika), er fylgifiskur þeirrar heimsmyndar sem fylgdi vísindabyltingunni, þar sem dulúðarhulunni var svipt af efnislegri náttúrunni.2 Siðfræði fornaldar hefur löngum kallast náttúruhyggja. Með endurreisn aristó- telískrar siðfræði sem dyggðafræði á síðari hluta tuttugustu aldar hefur því nátt- úruhyggju vaxið ásmegin innan siðfræði nútímans. En náttúruhyggja fornaldar hlýtur að vera að einhverju leyti frábrugðin náttúruhyggju nútímans, enda hafði 1 Frægasti staðurinn hjá David Humc 1978 er III.i, þar sem hann veltir vöngum yfir (öréttmætri) færslu frá því sem er til þess sem eigi að vera. Af rökum G.E. Moore 1903 sjá kafia 1, A-B, þar sem hann skýrir „náttúruvilluna" svonefndu. 2 John McDowell er liklega frægasti heimspekingurinn sem heldur því fram að sú náttúruhyggja sem einkenni nýóld og nútíma geti af sér þessa (slæmu) tvíhyggju; sjá McDowell 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.