Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 86

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 86
84 Róbertjack greinarmun í Ríkinu (VH.525D-C). Eins og við sáum þegar fengist var við þriðja skilyrði þroskamódelsins er ekki hægt að gera ráð fyrir sértækri hugsun fyrr en á vísindastiginu. Best er því að líta þannig á að á fyrsta stiginu sé fengist við einfalda stærðfræði sem leggur grunn að hinni flóknari sértækari stærðfræði sem stunduð er á þriðja stiginu. Þegar Moravcsik hyggst hafna því að fyrsta stigið geti verið nauðsynlegt fyrir það þriðja og tekur dæmi af stærðfræðinni, gerir hann ekki ráð fyrir að neitt stærðfræðilegt eigi sér stað á fyrsta stiginu. Við sjáum hins vegar að það er eðlilegra að líta svo á að grunnur sé lagður að stærðfræðilegri hugsun strax þar og þannig er fyrsta stigið, að minnsta kosti í tilfelli stærðfræðinnar, forsenda hins þriðja. Þótt gagnrýni Moravcsiks hafi þannig verið svarað vekur þessi lausn upp nýja aðfinnslu. Eins og þroskanum hefur verið lýst er fengist við ákveðið viðfang á hverju þroskastigi. Nú kemur hins vegar í Ijós að vísindi sem virtust einskorðast við þriðja stigið, þ.e. stærðfræði, eru einnig viðfangsefni á fyrsta stigi og væntan- lega líka öðru stigi, þótt ekki verði fjallað um það hér. Hvernig má gera grein fyrir því að vísindalega iðkun er einnig að finna á neðri þroskastigum? Til að svara því skulum við líta nánar á samhengið framar í ræðu Díótímu þar sem talað er um að manneskjan sé stöðugt að breytast. Þar nefnir Platon þrjú svið mannsins sem eru breytingum undirorpin, þ.e. líkamann, sálina og þekkingar- greinarnar, og svo hið guðlega svið sem er „ætíð fyllilega samt við sig" (2o8a). Þessi fjögur svið samsvara viðfangsefnum þroskastiganna fjögurra í „ástarstig- anum". Platon notar ekki orðalagið „svið mannsins" en ekki verður annað séð en að hann eigi við eitthvað slíkt. Ef maðurinn á sér slík svið er ekki annað að sjá en þau séu ávallt öll til staðar, því svo að dæmi sé tekið héldi maður því varla fram að einstaldingur á fyrsta þroskastiginu hefði bara líkama en enga sál og enga þekk- ingu. Vandinn verður þá að sýna hvernig þessi fjögur svið sem ávallt eru til staðar samsvara fjórum þroskastigum sem nauðsynlega koma fram í ákveðinni röð. Hér er gagnlegt að sameina tvennt. Annars vegar það að hvert þroskastig hafi ákveðið viðfang, til dæmis líkama eða vísindagrein eins og stærðfræði, og hins vegar hugmyndina um víðara sjónarhorn á hverju þroskastigi (samanber umfjöll- un um þriðja skilyrði þroskamódelsins). Eins og áður kom fram er ekki óeðlilegt að fólk sé upptekið af ákveðnum hlutum á ákveðnu þroskastigi. Það getur þó ekki þýtt að ekkert annað komi við sögu á sama tíma. Hugmynd Platons um svið mannsins gefur einmitt til kynna að einstaklingur á fyrsta þroskastiginu hafi sál og einhvers konar þekkingu, eða að minnsta kosti skoðun, þótt hann sé fyrst og fremst áhugasamur um líkama. Eðlilegt er þá að líta svo á að viðfangið sem skilgreinir tiltekið þroskastig „ástarstigans" tilgreini að hverju áhugi og athygli einstaklings beindist öðru fremur, án þess að því sé haldið fram að viðföng hinna þroskastiganna komi ekkert við sögu. Á sama tíma er mikilvægt að halda því til haga að hverju þroskastigi fylgir ákveðið sjónarhorn eða hugsun sem hefur náð ákveðnum þroska, sem skilgreinir hvernig hugsað er um þau viðföng sem koma við sögu. Þannig má segja í ljósi dæmisins um stærðfræðina að vísindagreinarnar komi í einhverjum skilningi við sögu á lægri þroskastigum, en þar sé ekki feng- ist við þær með þeim skipulega og þroskaða hætti sem gert er á þriðja stiginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.