Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 139

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 139
Ritdómar !37 sjaldnast lagður til grundvallar þegar kemur að umræðu og ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu. Fagurfræðileg gildi hafa jafnan verið talin of huglæg og afstæð til þess að nokkurt vit sé í að reyna að leggja mat á þau. I kaflanum „Vald og verðmæti" fjallar Ólafur um þá mæli- kvarða sem vestrænar þjóðir eru vanar að miða við þegar talað er um framfarir: Þeir mælikvarðar sem lagðir eru á framfarir eru gjarnar tæknilegir: fram- farir í lagningu akvega eru mældar með tommustokk og gráðuboga, meiri hag- vöxtur er gjarnar hafður til marks um bætt lífskjör og meiri neysla er höfð til marks um betra líf. En slíkir mælikvarð- ar eru blindir á ýmis gildi sem liggja mannlegri tilveru til grundvallar og ýmsar forsendur sem náttúrlegt líf manna byggist á (65). Fagurfræðileg gildi eru dæmi um slík gildi sem hefðbundnir mælikvarðar eru blindir á. Slík gildi er ekki hægt að mæla með gráðuboga eða reikna út með form- úlum - til þess að draga þessi gildi fram í dagsljósið er þörf á að huga að reynslu okkar af náttúrunni - reynslu eins og þeirri sem Olafur Páll lýsir í tveimur síð- ustu köflum bókarinnar; reynslu eins og þeirri sem Páll Skúlason lýsir í Hugleið- ingum við Oskju. Til þess að slík reynsla og þau gildi sem við hana eru tengd fái að eiga þátt í mati á verðmætum náttúrunnar þarf að brjóta niður þá múra sem hafa verið byggðir utan um hefðbundna mælikvarða og verðmætamat. Allt það sem hægt er að mæla á „hlutlægan" hátt og meta til fjár telst til gildrar þekkingar á því hvað telst verðmætt í náttúrunni, en það sem ekki er hægt að mæla og setja upp í graf telst ekki til gildrar þekkingar. Olafur nefnir hvern- ig málflutningur náttúruverndarsinna hefur verið dæmdur sem ómarktæk til- finningarök - málflutningur sem byggir á fagurfræðilegu gildi náttúrunnar og til- vistargildi hennar (því gildi sem hún hefur óháð áhrifum hennar á velferð og hags- muni manna) er sagður vera ómarktækur vegna þess að hann vísar til gilda sem ekki er hægt að mæla á vísindalegan hátt en eru ekki síður mikilvæg þegar kemur að lífsgæðum okkar og velferð. Það að ekki sé mark takandi á tilfinningarökum telur Ólafur vera rökleysu: Góð rök fyrir tiltekinni niðurstöðu eru þau rök sem styðja niðurstóðuna. Að tveir einstaklingar elski hvor annan, geta verið góð rök fyrir því að þeir búi saman. Að tilteknum manni líði vel í sumarbústaðnum sínum, geta verið góð rök fyrir því að hann dvelji sem lengst í bústaðnum. Munurinn á góðum rökum og slæmum ræðst ekki af því hvort rök- in vísa til tilfinninga eða ekki. Það eru til góð tilfinningarök og slæm tilfinn- ingarök, rétt eins og það eru til góð og slæm rök sem ekki vísa til tilfinninga. Að afgreiða eitthvað sem tilfinningarök er yfirleitt til marks um grunnhygli frekar en málefnaleg tök. Menn blása á eitthvað sem tilfinningarök vegna þess að þeir veigra sér við því að takast á við rökin (13). Staðreyndin er sú að það sem hefur verið afgreitt sem ómerk tilfinningarök er ein- mitt það sem virðist skipta almenning á Islandi mestu máli. Þetta kemur m.a. fram í athugasemdum Faghóps I í skýrslu um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma.5 Astæða þessarar veiku stöðu fagur- fræðilegra gilda er að þau eru talin of huglæg og afstæð, þau byggja jú á hug- lægri reynslu og því virðist eðilegt að telja að það sé engin leið til þess að komast að hlutlægri niðurstöðu um fagurfræðilegt gildi náttúru. En á sama tíma og þessu er haldið fram - að fagurfræðileg gildi sé ekki hægt að meta á hlutlægan hátt - eru flestir sam- mála um að ákveðnir staðir, til dæmis Gullfoss og Geysir, séu þannig gerðir að öllum finnist þeir fallegir. Þetta er helsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.