Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 70

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 70
68 Svavar Hrafn Svavarsson dyggðin er hagfelld hinum dyggðuga skaðar löstur hinn löstuga. Það er ekkert á milli dyggðar og lastar. Samsemd skynsemi og dyggðar fylgir að dyggðin er „náttúruleg fullkomnun skynsemisveru sem skynsemisveru".35 Það er ekki til mis- jafnlega mikil fullkomnun, og því ekki heldur misjafnlega mikil dyggð. Skort- ur fullkomnunar, skynsamLegrar fullkomnunar hins dyggðuga, er ófullkomleiki. Stóumenn skýra hugmynd sína með því að líkja óumflýjanlegri eymd þeirra sem eru ekki dyggðugir, hversu siðferðilega þroskaðir sem þeir eru, við ástand þeirra sem eru á kafi í vatni, því hversu skammt frá yfirborðinu sem þeir eru vantar þá andrúmsloftið fyrir ofan og hljóta að drukkna. Þessi skoðun þeirra á ekki að vera í mótsögn við aðra skoðun þeirra, nefnilega þá að manneskja geti vissulega tekið siðferðilegum framförum, rétt eins og hún getur verið nálægt eða fjarri yfirborð- inu þótt hún drukkni. Það er megineinkenni stóískrar siðfræði að hún einskorðar góðleika alfarið við dyggð, skynsamlegt val þess sem er í samræmi við náttúruna. Þessari hugmynd fylgir að gott líf manneskjunnar, farsæld hennar, þarfnast þess ekki að hún öðlist nokkuð af því sem hún velur, því það breytir engu um farsældina. Markmið ogfarsœld Hellenísku heimspekiskólarnir byggðu siðfræði sína á markhyggju, þeirri hug- mynd að til væri markmið lífsins. Vegna þessa markmiðs og einskis annars væri eða skyldi vera breytt. Samkvæmt stóumönnum er markmiðið „það sem allar athafnir lífsins eiga að vísa til".36 Hugmyndin að baki markhyggju á rætur sínar að rekja til Platons og Aristótelesar. Markmiðið nefna þeir farsæld (eða hamingju: eúðaiuovía). Það voru skiptar skoðanir á innviðum þessa markmiðs. Epikúros færði rök fyrir þeirri hugmynd að markmiðið væri ánægja. Til þess notaði hann vöggurök. Stóumenn voru á allt annarri skoðun, eins og ljóst má vera. Þeir töldu að náttúran gæfi markmiðið og að því bæri okkur að stefna í samræmi við náttúru okkar. Þeir skilgreindu markmiðið svo: „að lifa í samræmi við náttúruna".37 Þessi náttúra er náttúra heimsins. Við leitum samhljóms með henni og sam- kvæmni í breytni okkar í samræmi við okkar eigin mannlegu náttúru sem er hluti af þessari náttúru heimsins. Stóumenn gera grein fyrir frumhvötum mannsins, eignun og skynsamlegu vali þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna sjálfs valsins vegna beinlínis til þess að útskýra hugmynd sína um markmið. Þegar þeir hafa útskýrt hugmynd sína um hið góða líf á þennan hátt setja þeir fram aðra greinargerð sem er ætlað að sýna að þetta góða líf sé líf dyggðarinnar, þar sem rangnefnd ytri gæði spila enga rullu, skipta engu máli fyrir farsæld manneskjunn- ar. Eitt af því sem fylgir kenningu þeirra er sú hugmynd, sem fyrst má finna hjá Sókratesi, að dyggð sé nægjanlegt skilyrði farsældar. Hér skilur á milli stóumanna og Aristótelesar sem hafnar því alfarið að manneskja geti verið farsæl án þessara 35 Díogenes Laertíos 7.94. 36 Stobajos 2.46. 37 Díogenes Laertíos 8.87.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.