Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 121

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 121
Hvad erfrumspeki? ng með þessum hætti, er dregin inn í spurninguna um neindina, þá hlýtur hún að vera orðin að vanda fyrir tilstilli spurningarinnar. Einfaldleiki og skerpa hinnar vísindalegu tilveru felst í því að hún beinir atferli sínu með sérstökum hætti að því sem er og einungis að því. Vísindin vilja varpa neindinni fyrir róða á yfirlætislegan hátt. Nú verður aftur á móti ljóst með spurn- ingunni um neindina, að þessi vísindalega tilvera er aðeins möguleg ef hún heldur sér þegar út í neindina. Hún skilur fyrst sjálfa sig í því, sem hún er, ef hún varp- ar ekki neindinni fyrir róða. Meint skarpskyggni og yfirburðir vísindanna verða hlægileg ef þau taka neindina ekki alvarlega. Aðeins vegna þess að neindin er opinber geta vísindin gert það sem er að viðfangsefni rannsókna. Aðeins ef tilvist vísindanna kemur úr frumspekinni, geta þau í sífellu endurheimt eðlislægt hlut- verk sitt, sem er ekki fólgið í söfnun og flokkun upplýsinga, heldur í síendurtek- inni afhjúpun heildarsviðs sannleikans í náttúrunni og sögunni. Einungis vegna þess að neindin er opinber í grunni tilverunnar, getur hinn fullkomni framandleiki þess sem er komið yfir okkur. Aðeins ef framandleiki þess sem er þjarmar að okkur, vekur það og dregur að sér undrunina. Aðeins á grundvelli undrunarinnar - þ.e. opinberunar neindarinnar - fæðist spurningin „hvers vegna?". Aðeins vegna þess að þetta „hvers vegna" er mögulegt sem slíkt, erum við fær um að spyrja á ákveðinn hátt um rök og getum rökstutt. Aðeins vegna þess að við getum spurt og rökstutt, eru örlög rannsakandans lögð í hendur tilvistar okkar. Spurningin um neindina setur okkur - spyrjendurna - sjálfa í spurn. Hún er frumspekileg. Mannleg tilvera getur aðeins beint atferli sínu að því sem er, ef hún heldur sér út í neindina. Stigið út yfir það sem er gerist í eðli tilverunnar. Þetta yfirstig er einmitt frumspekin sjálf. I því felst: Frumspekin tilheyrir „náttúru mannsins". Hún er hvorki grein innan skólaheimspekinnar né vettvangur tilviljanakenndra hugdetta. Frumspekin er grundvallaratburður í tilverunni. Hún er sjálf tilveran. Vegna þess að sannleikur frumspekinnar býr í þessum botnlausa grunni, er næsti nágranni hennar hin veglausa villa, sem sætir stöðugt færis. Af þessum sökum kemst engin vísindaleg ögun í hálfkvisti við alvöru frumspekinnar. Heimspekina er aldrei hægt að mæla með mælistiku hugmyndar vísindanna. Ef við höfum raunverulega spurt spurningarinnar um neindina, þá höfum við ekki leitt okkur frumspekina fyrir sjónir utanfrá. Við höfum ekki heldur „sett okkur inn í hana". Við getum alls ekki sett okkur inn í hana, vegna þess að við - svo framarlega sem við erum til - stöndum ávallt þegar inni í henni. Physei gar, o phile, ensti tisphilosophia te tou andros dianoia (Platon, Faídros vjcj'a). Svo lengi sem maðurinn er til, gerist á vissan hátt heimspeki. Heimspeki - sem við nefnum svo - er gangsetning frumspekinnar, sem kemur henni til sjálfrar sín og sinna sérstöku verkefna. Heimspekin fer aðeins í gang við einkennilegt stökk eigin tilvistar inn í grundvallarmöguleika tilverunnar í heild. Fyrir þetta stökk skiptir sköpum að skapa fyrst rými fyrir það sem er í heild og síðan að sleppa sér lausum í neindina, þ.e. að losna undan hjáguðunum sem hver og einn á sér og er vanur að laumast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.