Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 97

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 97
Endurheimt fegurðarinnar á tímum náttúrunnar 95 fremur meðvituð um að örlög mannkyns eru samofin ástandi náttúrulegs um- hverfis. Það er ein ástæða þess að samtímaheimspekingar grafa nú upp hinn hulda þráð vegna þess að fegurðarþrá hefur með tengsl við viðfangið að gera.Tengsl sem lúta að því að við getum ekki bara stýrt viðfanginu og átt það. Fegurðarþrá Sú fegurðarþrá sem síðari tíma heimspekingar telja að hafi orðið undir í heim- speki fegurðarinnar er þrá sem er jákvæð og grundvallast ekki á skorti eða löngun til að eignast eða stjórna: „Þrá er ekki alltaf spurning um þörf eða skort, og upp- fylling þrár er heldur ekki nauðsynlega eignarhald".11 Sú jákvæða þrá sem Jantzen tengir við fegurð byggist á löngun, ekki til þess að eignast, heldur til þess að dvelja við fegurð viðfangsins.12 Fegurð hefur aðdráttarafl, hún dregur vitund okkar að sér og skapar þrá eftir endurtekningu og eftir því að viðhalda og deila fegurðinni með öðrum. Hver kannast ekki við þá tilfinningu að upplifa eitthvað fallegt og finna þá til þarfar til þess að hnippa í næsta mann og benda honum á það? Eða að finna til löngunar til þess að taka ljósmynd, eða teikna mynd, skapa tónverk, skrifa ljóð, eða einfaldlega stara lengi - þarfar til þess að fanga fegurðaraugnablikið og skapa úr því nýja fegurð, halda fegurðinni áfram á einhvern hátt? Fegurð nærir þá sem upplifir hana og sú næring hvetur hana til þess að endurgjalda: vernda og næra þessa fegurð svo hún megi halda áfram og næra fleiri. Ef skilningur okkar á fegurðarhugtakinu er byggður á þessari tegund þrár í stað þeirrar neikvæðu, blasir við allt önnur mynd af því í hverju fegurðarupplifunin felst og hvaða áhrif hún hefur á mannlegt líf og vitund. Slík upplifun gefur okkur tækifæri til að hugleiða og dvelja við hlutinn. Að dvelja viðfegurð Upphafspunktur fegurðarupplifunarinnar er í skynjuninni, viðfang fegurðarinn- ar - hvort sem það er form, litur, áferð, hljóð, hreyfing, orð eða athöfn - dregur skilningarvitin að sér, grípur athyglina. Oft gerist þetta alveg óvænt, að fegurð grípur athygli manns og dregur vitundina út úr hversdagsamstrinu í augnablik. (Niðursokkinn í hversdagslegar hugsanir verður manni litið út um gluggann og sér svani fljúga hjá í morgunbirtunni - í nokkur augnablik stoppa hugsanirnar og það eina sem fyllir huga manns eru hægar hreyfingar fagurhvítra vængjanna.) En oft er fegurðarupplifunin eitthvað sem við sækjumst sérstaklega eftir - á listasafn- inu eða í leikhúsinu, úti í náttúrunni, eða heima í stofu með bók í hönd eða tónlist í eyrum. Þá setjum við okkur í ákveðnar stellingar og búumst við því að athygli okkar verði gripin (og verðum jafnvel fyrir vonbrigðum ef við náum ekki að skilja hversdagsleikann eftir, fáum ekki nægilegt næði til þess að njóta). Þegar athyglin hefur verið gripin kemur þráin eftir endurtekningu til sögunnar 11 Jantzen 2004:157. 12 Galen A. Johnson fjallar einnig um fegurð og þrá, sjá Guðbjörg R. Jóhannesdóttir 20103.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.