Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 71
6g
Stóísk siðfræði og náttúruhyggja
ytri gæða, bæði vegna þess að skelfileg áföll geti útilokað farsæld og af því að ytri
gæði séu nauðsynleg fyrir sjálfa tilurð dyggðarinnar. Stóumenn halda því hins
vegar fram, sem frægt er orðið, að versta veraldlega pína geti ekki komið í veg
fyrir farsæld vitringsins, jafnvel þó að skynsemin bjóði honum að taka eigið líf þar
sem hann hafi ekkert af því sem er í samræmi við náttúruna.
Kostur þess að reka fleyg á milli þess sem er gott og alls hins sem er hlutlaust
felst í því að farsæl manneskja, sem hlýtur þá að vera fuUkomlega skynsöm og
dyggðug, er algerlega ónæm fyrir öllu sem kemur að utan. Hún er óhagganleg
í sjálfræði eigin farsældar. Þess vegna segja stóumenn iðulega að einungis vitr-
ingurinn sé sannarlega frjáls. Zenon skilgreinir reyndar farsæld einnig sem „gott
flæði lífsins"38 og reynir þannig að tjá þá jákvæðu hugarró sem fylgir farsældinni.
Hins vegar er fórnarkostnaður kenningarinnar nokkur. Það gengur gegn innsæi
okkar að ómæld þjáning og gæfuleysi geti ekki hnikað farsæld hins dyggðuga.
Staða þeirra viðfanga sem við kölluðum hlutlaus er athyglisverð. I vissum sldln-
mgi skipta þau engu máli fyrir dyggðuga manneskju. Það breytir engu fyrir hana
hvort hún er rík eða fátæk, heilbrigð eða heilsulaus, eða yfirleitt án alls þess sem
er hlutlaust, hvort sem það er í samræmi við náttúruna eða ekki. Hlutlaus við-
föng eru hvorki góð né vond. En í öðrum skilningi skipta þau máli fyrir dyggð-
uga manneskju, því rétt breytni hennar, sem er viðeigandi breytni okkar hinna,
felst í því að velja þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna samkvæmt boðum
skynseminnar. Stóumenn gera tilraun til þess að skýra hugmyndina með því að
einskorða markmiðið við hið skynsamlega val sjálft og fjarlægja það viðfangi vals-
ins, hinu hlutlausa.
Vitaskuld var þessum hugmyndum ekki tekið með þögninni. Erkifjendur
þeirra komu úr herbúðum Akademíunnar sem Platon hafði stofnað en var á
þessum tíma vettvangur efahyggju. Þar fór Karneades fyrir. Hann færði rök gegn
þeirri skoðun stóumanna að markmiðið fælist í skynsamlegu vah hluta sem eru
i samræmi við náttúruna. Hann bendir (réttilega) á að samkvæmt stóumönnum
skipti það engu máli fyrir skynsemina í valinu hvort sá sem velur öðlist í raun það
sem hann velur og er í samræmi við náttúruna. Síðan bendir hann á að skynsemin
í valinu hljóti að velta á því að miðað sé á markmiðið. En valið miðar aðeins á
þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna, þótt það sé ekki markmiðið að öðlast
þá. Hafa þá stóumenn tvenns konar markmið, að velja og að öðlast? Gagnrýni
Karneadesar kallaði fram nýja greiningu á vandamálinu og ný svör. Cicero segir:
„við verðum í upphafi að fjarlægja þá villu að ætla að til séu tvö endanleg mark-
mið. Því ef markmið manns væri að miða spjóti eða ör beint á eitthvað, þá myndi
það samsvara kenningu okkar um hin endanlegu gæði ef hann gerði allt sem
hann gæti til að miða beint. Eftir þessari h'kingu að dæma ætti að gera allt til að
miða beint. Eigi að síður væri það markmið hans að gera allt til að ná markmiði
S1’nu [...] en að hann hæfði markið væri eins og eitthvað sem ætti að velja [...].“39
Kandamálið sýnir í hnotskurn hugmynd stóumanna um að markmið lífsins sé
38 Stobajos 2.77.
39 Um endimörk góðs og ills 3.22. Um rökin gegn stóumönnum, sjá Striker 19963: 241-48.