Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 116

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 116
H4 Martin Heidegger Angistin lætur slíka ringulreið ekki lengur koma upp. Miklu fremur er hún gagntekin sérkennilegri ró. Að vísu er angist alltaf angist vegna..., en ekki vegna þessa eða hins. Angist vegna... er alltaf angist um..., en ekki um þetta eða hitt. En óákveðni þess sem við höfum angist vegna og um, er ekki aðeins skortur á ákvörðun, heldur eðlislægur óákvarðanleiki. Þetta kemur fram í alkunnu orðalagi. I angistinni - segjum við - „er maður sleginn óhugnaði“. Hvað slær hvern? Við getum ekki sagt hvað veldur manni óhugnaði. Manni líður þannig í heild. Allir hlutir og við sjálf sökkvum í hluttekningarleysi. Ekki þó í þeim skilningi að hlut- irnir einfaldlega hverfi, heldur snúa þeir sér að okkur með því að þeir snúa baki við okkur sem slíkir. Þetta fráhvarf þess sem er í heild, sem gagntekur okkur í angistinni, þjarmar að okkur. Það er ekkert til að halda í. Það eina sem eftir stend- ur og kemur yfir okkur - í fráhvarfi þess sem er - er þetta „ekkert". Angistin opinberar neindina. Við „svífum“ í angist. Svo tekið sé skýrar til orða: Angistin lætur okkur svífa vegna þess að hún lætur það sem er í heild hverfa. I því felst að við - þessar manneskjur sem eru - verðum fráhverf sjálfum okkur mitt á meðal þess sem er. Af þessum sökum eru í rauninni ekki „þú“ eða „ég“, heldur er „maður“ sleginn óhugnaði. Það eina sem eftir stendur er einber til-veran, gagntekin þessu svifi og ekkert til að halda sér í. Angistin gerir okkur orðlaus. Vegna þess að það sem er í heild hverfúr frá og neindin þjarmar einmitt þannig að, þagna allar „er“-sagnir andspænis henni. Að við skulum í óhugnaði angistarinnar oft leitast við að rjúfa tóma kyrrðina einmitt með tilviljunarkenndu tali, er aðeins sönnun á nærveru neindarinnar. Þegar ang- istin er vikin frá staðfestir maðurinn beinlínis sjálfur að angistin opinberi neind- ina. I hinni björtu sýn, sem fersk minningin ber, hljótum við að segja: Það sem olli okkur angist var „eiginlega“ - ekki neitt. Svo sannarlega: Neindin sjálf- sem slík - var þar. Með grunnstemningu angistarinnar höfum við fundið þann atburð tilverunnar þar sem neindin er opinber og knýr á spurninguna: Hvernig er með neindina? Svarið við spurningunni Við höfum þegar fengið svar við fyrirætlan okkar, ef við gætum þess að spyrja áfram í alvöru eftir neindinni. Þetta krefst þess að við fýlgjum eftir umskiptum mannsins í tilveru sína, sem sérhver angist veldur, til að festa hendur á neindinni eins og hún opinberast í þessari reynslu. I þessu felst jafnframt sú krafa að bægja frá þeim auðkenningum á neindinni sem eltki eru sprottnar af ávarpi hennar sjálfrar. Neindin afhjúpar sig í angistinni - en ekki sem eitthvað sem er. Að sama skapi er hún ekki gefin sem hlutur. Angistin er ekki skilningur á neindinni. Engu að síður opinberast neindin gegnum hana og í henni, þó ekki þannig að neindin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.