Hugur - 01.06.2011, Page 33
Natura docet
3i
siðferðilega góðar eða réttar. Til þess að bregðast við þessari mótbáru er líklega
best að skoða nánar hvað felst í hugmyndinni um ástæður að baki breytni.25 Við
skulum ekki gleyma tveimur atriðum sem eru sérlega mikilvæg í þeirri útgáfu
siðferðilegrar náttúruhyggju sem ég hef verið að reyna að draga fram. Fyrra atrið-
ið er að þar er vísað í ástæður sem binda okkur í samviskunni. Seinna atriðið er að
þær binda okkur vegna þess hversu sannfærandi og endanlegar þær eru. Það sem
er svo einkennandi fyrir ástæður til illrar breytni er hversu léttvægar þær sýnast
strax við fyrstu sýn; hvað þá við nákvæma rannsókn. Hlutlægni þeirra ástæðna
sem við teljum binda okkur ræðst af því að þær snúast um möguleikann á því að
við uppjyllum líf okkar í einhverjum skilningi - olckur standa til boða náttúruleg
gæði.26 Skortur á og frávik frá slíkum tilvikum dæma oft betur en nokkuð annað
um hversu sterkt náttúran talar til okkar.27
Astæður snúast vissulega um röklegan veruleika. Það er þó ekki hrein rökhyggja
eða skynsemishyggja sem ég sé koma fram á nýöld. Auðvitað getur verið að ein-
hverjir hafa talað um „hið rétta val“ sem „dregur okkur til sín“ á þann hátt að um
hreina röksemdafærslu sé að ræða. Mig rámar í að einhverjir hafi sett fram rök-
hendur um slíkt. En á hverju byggist þá þessi samviska sem við eigum að hlýða?
Eg myndi halda að við þurfum að vera opin fyrir gildishlöðnum skilaboðum úr
náttúrunni. Við þurfum að nálgast hana; ekki á bókstaflegan hátt heldur opna
okkur fyrir einhvers konar umbreytingu á olckur sjálfum. Við þurfum flest að
temja okkur að nálgast veruleikann á annan og merkingarbærari hátt. Hvað þetta
atriði varðar er ekki óalgengt að fólk telji sig þurfa að feta veg trúar til þess að
geta tekið við slíkri umbreytingu. Flest trúarbrögð bjóða þannig upp á einhverjar
venjur og túlkunarfræðilegar hefðir sem ætlað er að gefa sambandi okkar við nátt-
úruna djúpstæðari merkingu. Einföld borðbæn getur verið dæmi um slíkt.28 Eg
hef skilning á þessari leið, en finnst hún þó (yfirleitt) standa í ákveðinni andstöðu
við þá hugmynd úr nýöld sem ég er að velta upp hér. Samkvæmt henni er hugs-
uninni ekki ætlað að taka við boðvaldi frá öðru en samspili innri og ytri náttúru.
25 Slíkar rannsóknir um „ástæður athafna" hafa gefið af sér mikla heimspeki sem ég get ekki farið út
í hér. A tímabili í doktorsnámi mínu gat ég varla hugsað mér að hlusta á fleiri erindi sem byrjuðu
eitthvað á þessa leið: „a. Herbert approves of action A, approves of approving of action Á, and
disapproves of alternative versions of himself that do not approve of action A.“ Eg lærði þó að
kunna að meta þau betur síðar.
26 Grein Róberts Jack „Leiðin að æðstu náttúru: Platon um stigskiptan þroska „ástarstigans““ leggur
fram áhugaverða tilgátu um hvernig Samdrykkja Platons inniheldur vísi að stigskiptu þroska-
módeli, fremur en „leiðarlýsingu að óræðri upphafningu". Sh'kur þroski er einmitt dæmi um þau
náttúrulegu gæði sem ég nefndi. Mannleg náttúra og náttúruleg gæði tvinnast saman í ákveðnu
ferli.
27 Heimspekingum er tamt að grípa til samh'kingar við heilsu þegar rætt er um fyrirbæri sem erfitt
getur reynst að gera fúllnægjandi grein fyrir. Hvort sem viðfangsefnið er gagnrýnin hugsun eða
náttúruleg gæði má grípa til þess ráðs að segja sem svo að fyrirbærinu svipi til heilbrigðis: við
tökum helst eftir því þegar það er ekki til staðar.
28 Hvað þetta atriði varðar get ég fylgt John Cottingham áleiðis. Eg fæ þó ekki séð að „umbreyt-
ingin" þurfi trúarlega vídd eins og hann hefúr gefið í skyn (Cottingham 2004: 23). Hann notar
þó oft dæmi sem mér finnst býsna sannfærandi, þ.e. hvernig borðbæn sem athöfn getur umbylt
sambandi okkar við náttúruna og opnað fyrir okkur merkingarþrunginn veruleika. Eg get þó ekki
samþykkt að við þurfúm að þakka Guði fyrir okkar daglegt brauð og þannig viðurkennt gildi
náttúrunnar; samvera við kvöldverðarborð þar sem viðstaddir sýna hvert öðru virðingu og við-
urkenna með því hvað þarf til svo maturinn komist á borðið fyllir slíka stund nægum tilgangi.