Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 21

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 21
 Við erum stödd íflœkju veruleikans 19 það nægir ekki að rekja ábyrgð til einstaklinga) til þess að gera sér sem sannasta mynd, leiða sannleika fram. Heimspekingar hafa stundum talið sig vera hlutlæga áhorfendur, en við erum alltaf þátttakendur vegna þess að sýn okkar er skilyrt af stöðu okkar, hagsmunum og viðhorfum. Þess vegna finnst mér heiðarlegra að tala um að heimspekin geti verið haldin því sem Nietzsche kallaði vitsmunalega æru, fremur en að vera hlutlæg og þannig hlutlaus sýn á viðfangsefnið hverju sinni. Við erum ævinlega „staðsett" sem þekkingarverur, eins og Sandra Harding hefur skýrt svo vel í þekkingarfræði sinni um hvernig staðsetning mótar þekk- ingu. Við þurfum að vera okkur meðvituð um staðsetningu okkar og viðurkenna að sjónarhorn okkar er takmarkað. Hvað varðar aftur á móti stöðu heimspekings sem aktívista og fræðimanns, þá er margt fieira um það að segja. Það er vandrat- aður meðalvegur þarna. Hannah Arendt hefur fjallað öðrum betur um það með aðgreiningu sinni á vita activa og vita contemplativa, eða lífi okkar sem borgara í samfélagi og lífi ígrundunar. Igrundunin er ævinlega svolítið á hliðarlínunni, hún verður að halda ákveðinni fjarlægð á það sem er að gerast en um leið verður ígrundunin að geta byggst á þekkingu á raunverulegum aðstæðum. Heimspeki má ekki þjást af reynsluleysi eigi hún að geta verið vitur um veruleikann. Mér hefur alltaf fundist Sókrates fiottur að því leyti sem ég held að hann hafi í senn búið yfir götuvisku (hann var jú úti á götu að tala við fólk) og vísdómi um eilíf íhugunarefni heimspekinnar sem krefjast næðis og tíma til ígrundunar. I lok síðasta árs gafstpú ásamtpremur öðrum heimspekingum' út bók um heimspeki fæðingar og dauða. Hvers vegna tókupiðpetta efnifyrir? Þessi bók er afrakstur nokkurra ára samstarfs fjögurra kvenheimspekinga á Norðurlöndum, þeirra Söru Heinámaa, Robin May Schott, Vigdisar Songe- Moller og mín. Við höfum allar fundið hjá okkur þörf til að bregðast við þáttum í ráðandi mannskilningi heimspekihefðarinnar, og einn af þeim þáttum er afstaðan til dauðans. Allt frá dögum Sókratesar hefur vestræn heimspekihefð lagt mikla áherslu á að heimspekileg grunnafstaða feli í sér vitund um endanleika og dauða. Sókrates sagði jú sjálfur að heimspeki væri æfing fyrir dauðann og þetta viðhorf nær inn í heimspeki 20. aldar, og birtist t.d. í hugmynd Heideggers um veru-til- dauða sem kjarna þess að vera það sem hann kallaði eiginlega tilvist. Vissulega viljum við ekki gera lítið úr því að dauði og endalok skipta miklu máli fyrir til- vist okkar. Hins vegar veltum við fyrir okkur hvort að upphaf og fæðing hafi verið vanmetin fyrirbæri í heimspekihefðinni með tilliti til merkingar þeirra fyrir mannlega tilvist. Hannah Arendt benti á þetta á 20. öld, en hún skilgreindi fæð- ingarleika sem þá staðreynd að það fæðast alltaf nýjar manneskjur og þess vegna endurnýjar heimurinn sig en í því felst í senn ný von og ný áhætta. Við í okkar rannsóknum leituðumst við að skoða samband beggja hugtaka en ekki við það að reyna að skipta út merkingu fæðingar fyrir merkingu dauðans sem heimspekilega 1 Robin May Schott (ritstj.), Sara Heinámaa, Vigdis Songe-Moller og Sigridur Thorgeirsdottir, Birth, Death, and Femininity: Philosophies of Embodiment. Bloomington og Indianapolis: Indiana University Press, 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.