Hugur - 01.06.2011, Síða 82

Hugur - 01.06.2011, Síða 82
8o Róbert Jack ins, t.d. frá líkama til sálar. Þetta gefur til kynna að líta ætti á líkamsstigið sem eitt, því ef viðfangið skilgreinir stigið er einkennilegt að hafa t.d. eitt vísindastig en tvö eða þrjú líkamsstig. Þá virðist ekki augljóst af hverju líkamsstigin ættu að vera tvö eða þrjú frekar en fjögur, fimm, sex eða fleiri. Vandinn er hins vegar að það kemur einfaldlega fram bæði í samantektinni og almennu lýsingunni að byrja skal á að elska einn líkama og svo fleiri, eins og um fleiri en eitt stig sé að ræða. Þar á móti má nefna að ósamræmi er á milli almennu lýsingarinnar, þar sem talað er um að elska einn líkama og svo alla líkama, og samantektarinnar þar sem talað er um einn, tvo og alla líkama. Þetta bendir ekki til þess að Platon hafi haft skýra hugmynd um íjölda líkamsstiga. Hér virðist þó mikilvægt að koma því til skila að til að byrja með sé einstaklingurinn eingöngu fær um að beina athyglinni að einhverju einu í hvert sinn. Smátt og smátt fari hann svo að átta sig á að sumir hlutir eru líkir hver öðrum og það má fella þá undir eitt hugtak, eins og hugtakið „líkami". A endanum áttar maður sig svo á því að allir líkamar eru líkir hver öðrum að svo miklu leyti sem þeir eru líkamar. Líkamsstigin eru þá fleiri en eitt vegna þess að hér í upphafi „ástarstigans" er einstaklingurinn að læra að para mismunandi hluti undir eitt hugtak. Þetta hefur svo lærst þegar kemur að næsta viðfangi og því óþarfi að tala um fleiri en eitt sálarstig. Það að tala um mismunandi líkamsstig er þó óþarft til að koma þessu atriði til skila. Það má einfaldlega tala um tilfærsluna til aukins skilnings á líkömum sem þrep innan líkamsstigsins. Þannig má skilgreina stig með hliðsjón af aðalviðfangi ástarinnar í hvert sinn. Stigin eru því almenn. Þrep eru hins vegar smærri og fleiri en stig og lýsa breytingum innan stiganna sem ekki valda grundvaflarbreytingu á sjónarhorninu. J.M.E. Moravcsik hefur fært góð rök fyrir þessum greinarmuni á stigum og þrepum með því að greina einstök þrep í texta Platons. Hann sá að þrepin sem finna má í umræðunni um líkama endurtaka sig með hflðstæðum hætti þegar talað er um sálir og lífshætti.10 Slík endurtekning gefur til kynna að hér megi sjá tvö mismunandi stig sem mótast af samskonar innra ferli, sem reyndar kemur mjög heim og saman við það sem búast má við í þroskaferli. A tilteknu stigi hefst ferlið á mikilli ást á viðfangi stigsins (t.d. líkama), næst eykst skilningur á viðfanginu og loks dofnar ástin á því og verður móttækileg fyrir nýju viðfangi (t.d. sál). Með þessu móti virðist skynsamlegt að líta á líkamsstigið sem eitt stig sem felur í sér fleiri þrep. Þegar talað er um einn, tvo og þrjá lík- ama í samantektinni má því frekar skilja það sem upprifjun á þessum mikilvægu þrepum.” Greiningu Moravcsiks má einnig nota sem vísbendingu um lausn á síðari vanda okkar um stigskiptinguna, þ.e. vandanum um hvort sáfln og lífshættirnir tilheyra einu eða tveimur stigum. Moravcsik greindi fimm þrep sem náðu yfir umfjöll- unina um líkama og svo sambærileg fimm þrep sem náðu yfir umfjöllunina um 10 Moravcsik 1972: 285-287. 11 Einnig hafa verið færð rök fyrir þvi að samantektin endurspegli viðfangsefni ræðnanna sex í Sam- drykkjunni. Sjá Foley 2010, Hahn 1985: 98-100 og Strauss 2001:237. Platon kann því að hafa aukið við fjölda líkamsstiganna til að þau passi við ræðurnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.