Hugur - 01.06.2011, Page 16
14
Kristian Guttesen ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur
að gleyma sér í hinu svokallaða þýska efnahagsundri á fyrstu árum og áratugum
eftir stríðslok. Mér sjálfri fannst til fyrirmyndar þegar kennari eins ogTugendhat
sýndi ábyrgð í verki með því að taka þátt í baráttu friðarhreyfingarinnar og fjöl-
menningarhreyfingarinnar á níunda áratugnum. Eg hef alltaf verið hrifin af því
að heimspekingar taki hlutverk sitt sem borgarar alvarlega. Og auðvitað hreifst
ég af því hvernig Simone de Beauvoir og Jean-Paul Sartre voru öflugir þátt-
takendur í opinberri umræðu, að þau voru ekki bara í þeoríunni, heldur litu á
fræði, skáldskap og athafnir sem gagnvirkt samhengi. Svoleiðis heimspekilegt líf
er tilraunastarfsemi.
I samanburði við heimspekinám í Ameríku fannst mér heimspekinám í Þýska-
landi vera í nánari tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Háskólar í
Ameríku komu mér oft fyrir sjónir eins og bleikt ský, handan við samfélag neyslu-
hyggju og bisness-heims. Frábærar stofnanir þar sem frjáls hugsun á sér sterka
málsvara, en mér virtist sem að intellektúalar í Evrópu væru virkari þátttakendur í
samfélagslegri umræðu eða réttara sagt að í hinum evrópsku samfélögum sem ég
hef kynnst væri meiri áhugi á röddum heimspekinga í opinberri umræðu. Þýskur
kúltur er líka sérstakur að því leyti að heimspekileg hugsun á sér djúpar rætur þar.
Maður gat átt von á að lenda á tali við ókunnugt fólk í neðanjarðarlestinni um
eðli sannleikans.
Erpetta ennpá svona?
Hugsanlega hefur þróunin á undanförnum tveimur áratugum í akademískri
heimspeki í Evrópu orðið sú að hún líkist meira því sem gerist í Ameríku. Fræði-
mennska verður æ meiri vísindaiðnaður þar sem afköst eru metin á grundvelli
staðla um birtingar í viðurkenndum fagtímaritum. Jafnframt hafa viðmið um
hvað séu viðurkennd fræði þrengst. Innan heimspekinnar lýsir þetta sér í því
að hugsun sem er ekki innan viðurkenndra meginstrauma á erfitt uppdráttar.
Þessi þróun hefur ennfremur hugsanlega letjandi áhrif á þátttöku fræðimanna í
opinberri umræðu vegna þess að, þeir eyða öllum kröftum sínum í að birta rann-
sóknir á sínu sérsviði og hafa minni tíma til að tjá sig opinberlega um almenn
málefni, líka vegna þess að þjónusta við samfélagið er ekki metin til vísindalegra
verðleika. Hvað heimspekina sjálfa varðar hefúr hún kannski af þessum sökum
orðið fjarlægari samfélaginu. Meirihluti fræðimanna skrifar einkum fyrir aðra
fræðimenn á sama sérsviði.
Og hvernig birtistpettapér?
Alveg frá upphafi náms míns hefur mér virst margt í mínum reynslu- og líf-
heimi ekki eiga tilvistarrétt í hefðbundinni heimspeki. Þær spurningar sem hafa
brunnið á mér hafa oft komið annars staðar frá og ekki virst eiga þegnrétt innan
þröngrar, akademískrar heimspeki. En á sama tíma hefur þessi pirringur einmitt
verið drifafl mitt í heimspeki. Að hugsa heimspekilega um reynslu og viðhorf
sem er haldið utan kanónunnar af ráðandi straumum innar heimspekinnar. A