Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 117
Hvad erfrumspeki?
115
birtist aðskilin „til hliðar við“ það sem er í heild, sem er slegið óhugnaði. Þvert á
móti sögðum við: Neindin mætir okkur í angistinni í sama vetfangi og það sem er
í heild. Hvað merkir þetta „í sama vetfangi"?
I angistinni verður það sem er í heild fallvalt. Hvernig gerist það? Angistin
eyðir jú ekki því sem er, til þess að skilja þannig neindina eftir. Hvernig mætti
það líka vera, þar sem angistin er jú fúllkomlega vanmáttug gagnvart því sem er
í heild? Miklu fremur birtist neindin sjálf með því og við það sem er í fráhvarfi
þess í heild.
I angistinni á sér ekki stað eyðing heildar þess sem er í sjálfu sér og enn síður
framkvæmum við neitun þess sem er í heild, til að fá fyrst þannig fram neindina.
Burtséð frá því að angistin sem slík hefur ekkert með framkvæmd neitandi stað-
hæfingar að gera, kæmum við ætíð of seint með slíka neitun, sem ætlaði að leiða af
sér neindina. Neindin hefur þá þegar birst. Við sögðum að neindin birtist „í sama
vetfangi“ og það sem er í heild hverfur.
I angistinni felst undanhald frá..., sem reyndar er ekki lengur neinn flótti,
heldur álagaró. Þetta undanhald frá... á sér upptök í neindinni. Neindin dregur
ekki til sín, heldur er hún í eðli sínu frávísandi. Frávísunin er aftur á móti sem
slík fráhverfandi tilvísun til hinnar sökkvandi veru í heild. Þessi í heild frávísandi
tilvísun til hinnar sökkvandi veru í heild, sem umkringir tilveruna í neind ang-
istarinnar, er eðli neindarinnar: neindunin. Hún er hvorki eyðing þess sem er, né
heldur afsprengi neitunarinnar. Ekki er heldur hægt að deila neituninni upp í
eyðingu og neitun. Neindin sjálf neindar.
Neindin er ekkert tilviljunarkennt atvik, heldur opinberar hún, sem frávísandi
tilvísun til hinnar fráhverfandi veru í heild, þessa veru á áður óþekktan hátt í
öllum sínum framandleika, sem hina algjöru andhverfu - andspænis neindinni.
Á heiðskírri nóttu neindar angistarinnar á sér fyrst stað hin upprunalega opnun
verunnar sem slíkrar: að hún er vera - en ekki neind. En þetta „en ekki neind“,
sem við skeytum við, er engin eftirmálsskýring, heldur forsendan fyrir opinberun
þess sem er yfirleitt. Eðli hinnar upprunalega neindandi neindar er fólgið í þessu:
hún færir til-veruna fyrst fram fyrir það sem er sem slíkt.
Aðeins á grundvelli hinnar upprunalegru opinberunar neindarinnar getur til-
vera mannsins gengið að því sem er og gengist inn á það sem er. En þegar tilveran,
eðh sínu samkvæmt, beinir atferli sínu að því sem hún er sjálf og því sem hún ekki
er sjálf, kemur hún, sem slík tilvera, ávallt þegar frá opinberri neindinni.
Til-vera merkir: Að vera haldið inn í neindina.
Með því að halda sér inn í neindina er tilveran ávallt þegar komin yfir það sem
er í heild. Þessa veru yfir því sem er köllum við yfirstig [Transzendenz]. Ef það
væri tilverunni ekki eðlislægt að yfirstíga, sem þýðir nú: ef hún myndi ekki þegar
halda sér inn í neindina, þá gæti hún aldrei umgengist það sem er og þar með
ekki heldur sjálfa sig.
An upprunalegrar opinberunar neindarinnar væri engin sjálfsvera og ekkert
frelsi.
Þar með er fengið svarið við spurningunni um neindina. Neindin er hvorki