Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 41
Náitúran, raunin og veran
39
honum heim á kvíaból hugtakanna í eitt skipti fyrir öll. Hinn hlutlægi veruleiki
sem Askja táknar er sem sagt ekki allur þar sem hann er séður, og hann sér alltaf
við okkur - en engu að síður er hann okkur sífellt nærtækur, hann er grunnurinn
sem tilvera okkar hvílir á, án hans væri enginn veruleiki og raunar engin reynsla
heldur. Þannig er hann alls staðar og hvergi, eins og Páll bendir á.
Gott og vel - en enn og aftur spyrjum við: Hvaða afleiðingar hefur þessi upp-
götvun fyrir okkur? Hvaða áhrif hefur hún á okkur? Svarið, svar Páls og svarið
í reynd, er: við spyrjum. Við spyrjum „um þennan veruleika, hver hann sé og af
hvaða tagi, hvaða öfl leiki þar lausum hala og hvernig megi verjast þeim“ (16). Við
spyrjum, og við hljótum að spyrja, og það sem við spyrjum um getur ekki verið
neitt annað en þessi hlutlægi og ókennilegi veruleiki og staða okkar í honum.
Spurnin er okkur í blóð borin - í raun virðist hún vera sjálft eðliseinkenni okkar,
réttlæting tilvistar okkar (í skilningi franska hugtaksins raison detre). Án spurn-
arinnar „fáum við ekki lifað“, segir Páll - við verðum „að gera okkur einhverjar
hugmyndir um þennan annarlega jarðneska veruleika sem við erum borin til“
(16). Við erum hugsandi verur - eða verur af tagi andans með orðalagi að hætti
Hegels, eða þarvera (Dasein) í skilningi Heideggers - í krafti þess að við spyrjum,
og látum raunar ekki nægja að spyrja heldur svörum við líka, við gerum okkur
hugmyndir um veruleikann og stöðu okkar í honum. Á þennan hátt erum við,
eins og franski fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty orðaði það einkar
snaggaralega, „dæmd til merkingar“.n
* * *
Skerpum nú aðeins á þeirri tvíræðni sem hér er á ferðinni og kom sem snöggvast
upp á yfirborðið hér rétt á undan, þegar ég minntist á að Páll gerði sig ef til vill
sekan um verklega mótsögn. Reynslan af Oskju, sú raun sem Páll varð fyrir eða
komst í samband við um stundarsakir, virðist í senn handan allra orða, ómöguleg
að tjá, og það sem kemur okkur til að tjá okkur, framleiða hugsanir og hugmyndir.
Askja sem Raun, sem ég rita hér (og eftirleiðis) með stórum staf með tilvísunar til
þeirrar myndar sem hugtakið tekur á sig í verkum Jacques Lacan, kemur þannig
í senn fyrir sjónir sem hið endanlega tilefni tjáningarinnar og það sem tjáning-
in nær að endingu aldrei til. Hún er, aftur með orðalagi sem sótt er til Lacans,
viðfang-orsök tjáningarþarfarinnar, það sem kemur tjáningunni af stað en lætur
hana aldrei ná í skottið á sér.12 Við - hinar hugsandi verur - hljótum að svara
kalli Raunarinnar, æ ofan í æ, og leitast við að tákna þá reynslu, þá raun, sem við
verðum fyrir - en það tekst aldrei fyllilega. Alltaf verður einhver afgangur, einhver
leif sem við náðum ekki að negla niður eða færa inn fyrir landamerki hugsunar
okkar og táknmáls.
Á þennan hátt er Raunin ekkert annað en náttúran í þeim skilningi sem Páll
leggur í orðið í grein sinni - þ.e. sá óræði og óráðni veruleiki sem tilvist okkar
hvílir á og býr isenn hið ytra og hið innra. Þessi skilningur er náskyldur hugtaki
n Merleau-Ponty 2008:124.
12 Á þennan hátt er Raunin nátengd því sem Lacan nefndi vidfangid litla a og skilgreindi sem við-
fang-orsök löngunarinnar. Sjá Zizek 2007:128-129.