Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 130
128
Olafur Páll Jónsson
fræði og aðferðafræði vísindalegrar rannsóknar. Til að hugsun okkar verði ekki af
meira kappi en forsjá þurfum við einmitt margvísleg verkfæri. Við þurfum bæði
verkfæri til að hugsa rökrétt, líka verkfæri til að meta forsendur og gögn, til að
segja til um vinnubrögð og fleira í þeim dúr. Við þurfum líka margvísleg hug-
tök, t.d. hugtökin gögn,forsenda og niðurstaða. An slíkra hugtaka er erfitt að hafa
skipulag á hugsuninni, skiptast á skoðunum við aðra og meta þær niðurstöður
sem maður sjálfur eða aðrir kunna að hafa komist að.
Innan sldpulegra vísindagreina eru verkfærin gjarnan þróuð og þeim miðl-
að undir yfirskriftinni aðferðafrœði. En hvað með hversdagsleikann, þann hluta
mannlífsins sem skiptir okkur mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft? Hvernig
getum við hugsað skýrt um óreiðukennt líf okkar? Og hvernig geta kennarar
unnið að því að nemendur þeirra hafi þau verkfæri sem munu reynast þeim vel
í nútíð og framtíð? I hversdagslífinu er ekki hægt að ganga að neinni skipulegri
aðferðafræði. En þótt við höfum enga skipulega aðferðafræði fyrir daglegt líf,
þá höfum við margvfsleg tæki að styðjast við; margvísleg hugtök, fyrirmyndir,
margskonar afmarkaða færni. Eitt af þeim hugtökum sem kann að reynast hvað
gagnlegast í þessu tilliti, þegar upp er staðið, er einmitt hugtakið gagnrýnin hugs-
un. Ég er sammála Guðmundi Heiðari þegar hann segir að gagnrýnin hugsun
sé líka einn af verðmætustu hæfileikum sem menn geta tileinkað sér í samfélagi
nútímans. Við vitum kannski ekki nákvæmlega hvað það merkir eða hvað það
felur í sér að hugsa gagnrýnið. Að leggja merkingu í hugtakið er það verkefni sem
bíður allra sem vilja lifa lífi sínu sem hugsandi manneskjur; að leitast við að finna
hugtakinu gagnrýnin hugsun stað í óreiðukenndum heimi er hluti af því að finna
sjálfum sér stað sem hugsandi manneskju í þessum sama heimi. Og þetta verkefni
er æviverkefni - því lýkur aldrei þar sem maður getur aldrei verið búinn að tileinka
sér gagnrýna hugsun. Samlíking menntunar og heilbrigðis á vel við hér eins og
Dewey bendir á:
Virkilega heilbrigður einstaklingur er ekki eitthvað fast og fullkomnað.
Líf hans er með þeim hætti að hann mun halda áfram að vera heilbrigð-
ur. Á svipaðan hátt er menntaður einstaklingur sá sem hefur getu til að
halda áfram að menntast.17
Á sama hátt má segja að því verkefni að tileinka sér gagnrýna hugsun sé aldrei
lokið. Gagnrýnin hugsun er, þegar best lætur, einkenni á því hvernig við nálg-
umst viðfangsefni okkar, stór og smá, en hún verður ávallt h'ka að vera hugsjón og
markmið hverrar manneskju sem vill lifa vel.
17 Dewey 2010:198.