Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 109
Ur Sóttinni banvœnu
10 7
sótt, vesæld, bágindi, andstreymi, kvalir, sálarangist, sorg, harmur. Og jafnvel þegar
þessar þjáningar leggjast svo þungt og sársaukafullt á okkur að við manneskjurnar
eða hinn þjáði segjum samt að „þetta er verra en dauði“ - allt slíkt, sem strangt til
tekið er ekki sótt þó að líkja megi við sótt, er frá kristilegu sjónarhorni samt ekki
sóttin banvæna.
Kxistnin hefur kennt hinum kristna að hugsa af slíku göfuglyndi um allt jarð-
neskt og veraldlegt, dauðann þar meðtalinn. Það er engu líkara en hinum kristna
sé ætlað að hreykja sér af þeirri stoltu upphafningu yfir allt sem mannkyn að öllu
jöfnu kallar ógæfu, yfir hverju því sem mannkyn að öllu jöfnu kallar hið mesta
böl. En þá hefur kristnin uppgötvað á ný vesæld sem manneskjan veit í sjálfri sér
ekki af, sú vesæld er sóttin banvæna. Það sem náttúrulegu manneskjunni þykir
hræðilegt - eftir að allt er upptalið og ekki hægt að tína fleira til: í augum hins
kristna er þetta eins og glens. Svo er háttað um tengsl náttúrulegu manneskj-
unnar og hins kristna; þau eru eins og tengsl barns og fullorðins: það sem barninu
þykir hræðilegt finnst fullorðnum einstaklingi ósköp lítilvægt. Barnið þekkir ekki
helberan hrylling, en það gerir sá fullorðni og honum óar við því. Ofullkomleiki
barnsins er fyrst fólginn í að þekkja ekki það sem er skelfilegt, og síðan að hrylla
við því sem er ekki hræðilegt. Og þannig er því einnig farið með náttúrulegu
manneskjuna, hún er ómeðvituð um hvað sé í raun og sanni hræðilegt, þó að hún
sé ekki þannig undanþegin því að hana hrylli, nei, hana hryllir við því sem ekki er
hræðilegt. Það er líkt og með afstöðu heiðingjans til Guðs: hann þekkir ekki hinn
sanna Guð, en ekki nóg með það, hann dýrkar hjáguð eins og Guð.
Aðeins hinn kristni veit hvað átt er við með sóttinni banvænu. Sem kristinn
einstaklingur öðlaðist hann hugrekki sem náttúrulega manneskjan þekkir ekki -
þetta hugrekki öðlaðist hann við að standa uggur af einhverju enn ógnvænlegra.
Þannig öðlast manneskja ávallt hugrekki; þegar hún hræðist meiri háska öðlast
hún alltaf hugrekki til að takast á við minni ógn; andspænis óendanlegri hættu
er eins og hinar séu alls ekki til. En hið skelfilega sem hinn kristni einstaklingur
hefur kynnst er „sóttin banvæna".
Fyrsti hluti
Sóttin banvæna er örvænting
A. Orvanting er sóttin banvæna
A
Orvænting er sótt andans, sjálfsins, oggeturþannig verið þríþætt: örvænting yfir að
vita ekki af eigin sjálfi (óeiginleg örvænting); örvænting yfir að vilja ekki vera eigið
sjálf (eiginleg örvænting); örvæntingyfir að vilja vera eigið sjálf
Manneskjan er andi. En hvað er andi? Andi er sjálfið. En hvað er sjálfið? Sjálfið
er tengsl sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra, eða það í tengslunum að þau eru í af-
stöðu til þeirra sjálfra; sjálfið er ekki tengslin, heldur það að tengslin eru í afstöðu
til þeirra sjálfra. Manneskjan er samsetning af óendanleika og endanleika, af hinu