Hugur - 01.06.2011, Síða 129

Hugur - 01.06.2011, Síða 129
Hugsandi manneskjur 127 að kennarastarfið sé siðferðilegt starf fremur en tæknilegt. Hin siðferðilega hlið kennarastarfsins birtist ekki bara í því að nám í skóla hefur siðferðilegar afleið- ingar fyrir alla sem að því koma, heldur einnig að samband nemanda og kennara þarf að vera byggt á jafnræði og virðingu til þess að kennarastarfið geti orðið það uppgötvunarstarf sem það þarf að vera og skólarýmið geti orðið eiginlegur vett- vangur hugsunar. Brasilíski lögfræðingurinn og menntunarfræðingurinn Paulo Freire orðaði þetta með eftirfarandi hætti í bók sinni Pedagogy offreedom: Það andrúmsloft virðingar sem verður til af réttlátum, einlægum, auð- mjúkum og örlátum samböndum, þar sem bæði yfirvald kennarans og frelsi nemendanna er byggt á siðferðilegum grunni, er það sem umbreytir kennslurými í raunverulega menntandi reynslu.16 4. Verkfœri gagnrýninnar hugsunar I tilvitnuninni í Kómeníus hér að ofan lýsir hann þeirri sýn sinni að skólarnir verði verkstæði þar sem unnið sé af kappi. En vonandi el<ki af meira kappi en forsjá. I arfleifð kynslóðanna finnum við ekki bara verðug viðfangsefni, við finn- um líka margvíslegar fyrirmyndir að því hvernig megi takast á við viðfangsefnin með gefandi hætti. Aristóteles var líklega fyrsti heimspekingur Vesturlanda til að líta svo á að hann tilheyrði eiginlegri heimspekihefð. Hann byrjaði rannsóknir sínar ævinlega á því að fara yfir sviðið; hann dró fram hvað aðrir höfðu sagt og reyndi að sjá vitið í því, lýsa því hversu langt fyrirrennarar hans höfðu komist og meta takmarkanir þeirra. Safn fyrri hugmynda, auk viðamikilla athugana hans sjálfs, var efniviðurinn sem hann vann úr. En hann vildi líka vita hvort ekki mætti vinna úr þessum efnivið með traustum hætti og bjó því til fyrstu formlegu rökfræðina. Það sem vakti fyrir Aristótelesi með því að setja fram formlega rökfræði var að gera almenna og tæmandi grein fyrir því hvernig draga mætti gilda ályktun af tilteknum for- sendum, óháð því um hvað forsendurnar fjalla. I þessu efni hafði Aristóteles á litlu að byggja, en var samt hóflega ánægður með niðurstöðuna í Um spekirök (Peri sofistikon elenkhon): Ef ykkur sýnist þessi grein vera í nolckuð góðu ásigkomulagi (miðað við upphaflegar aðstæður) samanborið við aðrar greinar sem hafa þróast um kynslóðir, þá ættuð þið sem hafið hlustað á fyrirlestrana að afsaka yfir- sjónir mínar - og vera hjartanlega þakklát fyrir það sem hefur áunnist. (18431-9) Rökfræði Aristótelesar tilheyrir safni rita sem gjarnan eru kölluð einu nafni Verkfierin. I þessum ritum finnum við ekki bara rökfræði, heldur líka merkingar- 16 Freire 1998: 86.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.