Hugur - 01.06.2011, Síða 129
Hugsandi manneskjur
127
að kennarastarfið sé siðferðilegt starf fremur en tæknilegt. Hin siðferðilega hlið
kennarastarfsins birtist ekki bara í því að nám í skóla hefur siðferðilegar afleið-
ingar fyrir alla sem að því koma, heldur einnig að samband nemanda og kennara
þarf að vera byggt á jafnræði og virðingu til þess að kennarastarfið geti orðið það
uppgötvunarstarf sem það þarf að vera og skólarýmið geti orðið eiginlegur vett-
vangur hugsunar. Brasilíski lögfræðingurinn og menntunarfræðingurinn Paulo
Freire orðaði þetta með eftirfarandi hætti í bók sinni Pedagogy offreedom:
Það andrúmsloft virðingar sem verður til af réttlátum, einlægum, auð-
mjúkum og örlátum samböndum, þar sem bæði yfirvald kennarans og
frelsi nemendanna er byggt á siðferðilegum grunni, er það sem umbreytir
kennslurými í raunverulega menntandi reynslu.16
4. Verkfœri gagnrýninnar hugsunar
I tilvitnuninni í Kómeníus hér að ofan lýsir hann þeirri sýn sinni að skólarnir
verði verkstæði þar sem unnið sé af kappi. En vonandi el<ki af meira kappi en
forsjá. I arfleifð kynslóðanna finnum við ekki bara verðug viðfangsefni, við finn-
um líka margvíslegar fyrirmyndir að því hvernig megi takast á við viðfangsefnin
með gefandi hætti.
Aristóteles var líklega fyrsti heimspekingur Vesturlanda til að líta svo á að hann
tilheyrði eiginlegri heimspekihefð. Hann byrjaði rannsóknir sínar ævinlega á því
að fara yfir sviðið; hann dró fram hvað aðrir höfðu sagt og reyndi að sjá vitið í því,
lýsa því hversu langt fyrirrennarar hans höfðu komist og meta takmarkanir þeirra.
Safn fyrri hugmynda, auk viðamikilla athugana hans sjálfs, var efniviðurinn sem
hann vann úr. En hann vildi líka vita hvort ekki mætti vinna úr þessum efnivið
með traustum hætti og bjó því til fyrstu formlegu rökfræðina. Það sem vakti
fyrir Aristótelesi með því að setja fram formlega rökfræði var að gera almenna
og tæmandi grein fyrir því hvernig draga mætti gilda ályktun af tilteknum for-
sendum, óháð því um hvað forsendurnar fjalla. I þessu efni hafði Aristóteles á
litlu að byggja, en var samt hóflega ánægður með niðurstöðuna í Um spekirök (Peri
sofistikon elenkhon):
Ef ykkur sýnist þessi grein vera í nolckuð góðu ásigkomulagi (miðað við
upphaflegar aðstæður) samanborið við aðrar greinar sem hafa þróast um
kynslóðir, þá ættuð þið sem hafið hlustað á fyrirlestrana að afsaka yfir-
sjónir mínar - og vera hjartanlega þakklát fyrir það sem hefur áunnist.
(18431-9)
Rökfræði Aristótelesar tilheyrir safni rita sem gjarnan eru kölluð einu nafni
Verkfierin. I þessum ritum finnum við ekki bara rökfræði, heldur líka merkingar-
16 Freire 1998: 86.