Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 149
Ritdómar
H 7
í heimspekikennslu. Hið fyrra, þ.e. hug-
myndin um agað frelsi heimspekinnar, er
svo dæmi um hið síðara, þ.e. endurtekn-
ingasemi, auk þess sem hugmyndin er
bæði útskýrð seint í textanum og svolít-
ið ruglingslega. Hugmyndin er nefnd
nokkrum sinnum framarlega í bókinni
(47, 51, 54), hún er svo varla útskýrð fyrr
en síðar (75-77), eftir það er hún nokkrum
sinnum nefnd (t.d. 78, 99,101,145), en er
svo útskýrð með einhverjum hætti tvisvar
í viðbót (148-149 og 178). Vissulega má
gera sér einhverja hugmynd um hvað átt
er við en betra hefði verið að skilgreina
hugmyndina hnitmiðað fyrr í textanum.
Hugmyndin um endurtekningu er
aftur dæmi um nokkuð sem ekki er tekið
nægilega föstum tökum. A einum stað
segir: „Styrldng með heimspekinni felst
einmitt ekki síst í því að þá er lítil hætta
á endurtekningu, vegna þess að megin-
áhersla innan heimspekinnar er á sjálf-
stæða hugsun hvers og eins.“ (72) Hér
vantar að orða betur í hverju endurtekn-
ingin er fólgin, m.a. í ljósi þess að síðar í
bókinni er vitnað með velþóknun í Adler
nokkurn um að til að læra að hugsa þurfi
endurteknar æfingar (157). Aftur er ég
að kvarta yfir framsetningu Kristínar og
no.tkun á hugtaki. Það er tilfinning mín
að þetta komi einhvern veginn heim og
saman innihaldslega, án þess að ég hafi
hugsað það til enda, en textinn þarf að
vera skýrari um hvernig endurtekningu
Kristín er á móti, hvernig endurtekningu
hún vill sjá í heimspekikennslu og hvaða
máli sjálfstæð hugsun skiptir í þessu
sambandi.
Annað dæmi um ómarkvissa hugtaka-
vinnu í bókinni er umfjöllun um sjálft
hugtakið „heimspeki". Hér virðist mér
skorta skýrari sýn. Snemma er talað um
að heimspekin hafi vítt viðfangsefni en
þó skýrar kröfur um hvernig hún fjalli
um það. I þessu sambandi nefnir Kristín
þrenn heimspekileg verkfæri: greiningu,
leikandi hugsun og kröfu um rökfærslu
(8). Nokkrum blaðsíðum aftar er sagt að
í allri heimspekilegri hugsun felist þetta
þrennt en fyrst og fremst undrun (20).
Enn síðar er heimspekilegri aðferð skipt
í annars vegar frelsi til að hugsa og rök-
stuðning og hins vegar samræðu eða rök-
ræðu (44). Allnokkru síðar þar sem fjallað
er um heimspeki sem bót við náms-
leiða er henni skipt í fimm þætti: frelsi
hugsunarinnar, spurn/þjálfön öryggis í
óvissu, óforbetranlega forvitni, virðingu
fyrir margbreytileikanum og að lokum
rökvísi og ögun (115-116). Þessir þættir
eru svo endurteknir síðar þar sem fjallað
er almennt um heimspekilega nálgun og
fleira tínt til (146). Loks er varpað upp
mynd af þríþættri nýtingu heimspekinnar
í lokakafla bókarinnar (7. kafla) þar sem
talað er um heimspekilega frjálsa agaða
hugsun, heimspekilegan efnivið og heim-
spekilegar samræður (178).
Ég held því ekki fram að neinn af
þessum þáttum sem Kristín nefnir séu
heimspekinni óviðkomandi. Það sem ég
fer hins vegar fram á er að hún skýri bet-
ur hvernig þetta hangir allt saman, því ég
held að heimspekileg hugsun krefyst þess
að samhengi hlutanna sé útskýrt. Þeg-
ar margir hlutir eru tíndir til og hvorki
útskýrt vel hvað átt er við með hverjum
og einum né gerð nægileg grein fyrir
hvernig þessir þættir hanga saman, kallar
það fram stöðugar ósvaraðar spurningar
í huga heimspekilegs lesanda. Þetta ger-
ir lesturinn erfiðan. Vissulega væri það
góð heimspekileg æfing að skilgreina allt
ofangreint nákvæmar og raða því saman,
en ég get ekki séð að það sé hlutverk bók-
ar sem þessarar að fá lesandanum slíkt
hlutverk. Tilgangur bókarinnar virðist
mér að „selja“ lesandanum heimspekina
og til að hann sé líklegur til að „kaupa“
hana verður hann að hafa örlítið skýrari
mynd afþví sem hann er að kaupa.
Svo ég víki frekar að efni bókarinnar
er henni skipt í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn
fjallar um almenna vantrú á gildi heim-
spekinnar og svar Kristínar við henni.
Annar hlutinn er að mestu um þarfir