Hugur - 01.06.2011, Side 149

Hugur - 01.06.2011, Side 149
Ritdómar H 7 í heimspekikennslu. Hið fyrra, þ.e. hug- myndin um agað frelsi heimspekinnar, er svo dæmi um hið síðara, þ.e. endurtekn- ingasemi, auk þess sem hugmyndin er bæði útskýrð seint í textanum og svolít- ið ruglingslega. Hugmyndin er nefnd nokkrum sinnum framarlega í bókinni (47, 51, 54), hún er svo varla útskýrð fyrr en síðar (75-77), eftir það er hún nokkrum sinnum nefnd (t.d. 78, 99,101,145), en er svo útskýrð með einhverjum hætti tvisvar í viðbót (148-149 og 178). Vissulega má gera sér einhverja hugmynd um hvað átt er við en betra hefði verið að skilgreina hugmyndina hnitmiðað fyrr í textanum. Hugmyndin um endurtekningu er aftur dæmi um nokkuð sem ekki er tekið nægilega föstum tökum. A einum stað segir: „Styrldng með heimspekinni felst einmitt ekki síst í því að þá er lítil hætta á endurtekningu, vegna þess að megin- áhersla innan heimspekinnar er á sjálf- stæða hugsun hvers og eins.“ (72) Hér vantar að orða betur í hverju endurtekn- ingin er fólgin, m.a. í ljósi þess að síðar í bókinni er vitnað með velþóknun í Adler nokkurn um að til að læra að hugsa þurfi endurteknar æfingar (157). Aftur er ég að kvarta yfir framsetningu Kristínar og no.tkun á hugtaki. Það er tilfinning mín að þetta komi einhvern veginn heim og saman innihaldslega, án þess að ég hafi hugsað það til enda, en textinn þarf að vera skýrari um hvernig endurtekningu Kristín er á móti, hvernig endurtekningu hún vill sjá í heimspekikennslu og hvaða máli sjálfstæð hugsun skiptir í þessu sambandi. Annað dæmi um ómarkvissa hugtaka- vinnu í bókinni er umfjöllun um sjálft hugtakið „heimspeki". Hér virðist mér skorta skýrari sýn. Snemma er talað um að heimspekin hafi vítt viðfangsefni en þó skýrar kröfur um hvernig hún fjalli um það. I þessu sambandi nefnir Kristín þrenn heimspekileg verkfæri: greiningu, leikandi hugsun og kröfu um rökfærslu (8). Nokkrum blaðsíðum aftar er sagt að í allri heimspekilegri hugsun felist þetta þrennt en fyrst og fremst undrun (20). Enn síðar er heimspekilegri aðferð skipt í annars vegar frelsi til að hugsa og rök- stuðning og hins vegar samræðu eða rök- ræðu (44). Allnokkru síðar þar sem fjallað er um heimspeki sem bót við náms- leiða er henni skipt í fimm þætti: frelsi hugsunarinnar, spurn/þjálfön öryggis í óvissu, óforbetranlega forvitni, virðingu fyrir margbreytileikanum og að lokum rökvísi og ögun (115-116). Þessir þættir eru svo endurteknir síðar þar sem fjallað er almennt um heimspekilega nálgun og fleira tínt til (146). Loks er varpað upp mynd af þríþættri nýtingu heimspekinnar í lokakafla bókarinnar (7. kafla) þar sem talað er um heimspekilega frjálsa agaða hugsun, heimspekilegan efnivið og heim- spekilegar samræður (178). Ég held því ekki fram að neinn af þessum þáttum sem Kristín nefnir séu heimspekinni óviðkomandi. Það sem ég fer hins vegar fram á er að hún skýri bet- ur hvernig þetta hangir allt saman, því ég held að heimspekileg hugsun krefyst þess að samhengi hlutanna sé útskýrt. Þeg- ar margir hlutir eru tíndir til og hvorki útskýrt vel hvað átt er við með hverjum og einum né gerð nægileg grein fyrir hvernig þessir þættir hanga saman, kallar það fram stöðugar ósvaraðar spurningar í huga heimspekilegs lesanda. Þetta ger- ir lesturinn erfiðan. Vissulega væri það góð heimspekileg æfing að skilgreina allt ofangreint nákvæmar og raða því saman, en ég get ekki séð að það sé hlutverk bók- ar sem þessarar að fá lesandanum slíkt hlutverk. Tilgangur bókarinnar virðist mér að „selja“ lesandanum heimspekina og til að hann sé líklegur til að „kaupa“ hana verður hann að hafa örlítið skýrari mynd afþví sem hann er að kaupa. Svo ég víki frekar að efni bókarinnar er henni skipt í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um almenna vantrú á gildi heim- spekinnar og svar Kristínar við henni. Annar hlutinn er að mestu um þarfir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.