Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 74

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 74
 72 Svavar Hrafn Svavarsson Lög náttúrunnar Skipan náttúrunnar, sem dyggðug manneskja fylgir, er iðulega skilin sem lög, náttúrulög. Stóuspekin er að líkindum fyrsta heimspekikenningin sem setur fram hugmyndina um náttúrulög.44 Með því að nefna skipan náttúrunnar lög leggja þeir áherslu á að náttúran fyrirskipi breytni okkar, segi okkur hvað við eigum að gera, nefnilega að velja þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna og halda þeim aðgreindum frá því sem er raunverulega gott, sem er skynsamlega valið sjálft. En þótt þeir geti útskýrt á almennan hátt viðeigandi breytni (eða skyldur) og mistök- in sem felast í kenndum okkar, og þannig sett fram almennar reglur um hvað skuli gera, forðast þeir að orða sértækar reglur. Þótt sumt sé ljóslega í samræmi við náttúruna, er annað óljóst. Zenon var frægur fyrir víðsýni, rómverskir stóumenn heldur þröngsýnni. Enn fremur er erfitt að alhæfa um val þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna, því valið veltur á aðstæðum, sem geta krafist fórna þess- ara hluta, hvort heldur heilbrigðis eða lífsins sjálfs. En sú regla að fylgja lögum náttúrunnar er alger. Náttúra stóumanna æpir á manneskjuna með þeim hætti sem heyrist varla ef sú tvíhyggja efnis og anda sem drepið var á við upphaf þessarar greinar er samþykkt. Náttúruhyggja þeirra er annars konar en tíðkast í nútímanum. Það er annað mál hversu hlaðin siðferði þessi náttúra sé frá upphaíi og hvaða ályktanir megi draga af hleðslunni. Samkvæmt stóumönnum leitar manneskjan þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna en hafnar þeim sem eru það ekki. En hvernig ber mann- eskjan kennsl á þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna svo hún geti valið rétt?45 Stóísk siðfræði þarf að færa rök fyrir því hvort þessir hlutir stuðla að velgengni hennar eða ekki, eða séu jafnvel hlutlausir. Eftir því sem viðföng valsins verða sértækari virðist vera töluverður munur á viðhorfum stóumanna til þess hvað telj- ist náttúrulegt, hvað ónáttúrulegt og hvað hlutlaust, allt eftir því hvaða skeiði og samfélagi þeir tilheyra. Zenon og Krýsippos voru að sögn ekki sannfærðir um að til dæmis sifjaspell væri ekki í samræmi við náttúruna. Stóísk siðfræði innan Rómaveldis tekur hins vegar mjög mið af viðteknu siðferði. Hvort þessi breyti- leiki skaði kenninguna er umdeilanlegt. Eftir stendur sú kennisetning stóumanna að manneskjan sé gædd hvötum sem allar séu til hins góða komi ekkert í veg fyrir það: náttúran leiðir manneskjuna til dyggðarinnar. Þessi kennisetning er bjartsýn, enda krefst hún útskýringar á því hvers vegna að mati stóumannanna sjálfra fæstir (ef nokkur) verða dyggðugir. Utskýring sem vísar aðeins til spillingar og mistaka virðist duga skammt og reyndar benda til að eitthvað annað í náttúru mannsins leiði ekki til góðs. 44 Sjá Striker I996b: 209-220. 45 Annas (1993: 137-39) fjallar um möguleg hringrök: siðfræðin vísar til náttúrunnar til að útskýra hvernig skuli breyta, en náttúran sjálf er fyrirfram gædd boðkrafti sem er að einhverju leyti sið- ferðilegur. Sjá einnig Striker 19963: 255-56.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.